Þingtíðindi Alþýðuflokksins - 20.11.1942, Síða 52

Þingtíðindi Alþýðuflokksins - 20.11.1942, Síða 52
byggðarinnar með sérstöku tilliti til þess, að í hverjum landshluta sé höfuðmiðstöð samgangnar verzlunar og iðnaðar og' þá jafnframt aðalmarkaðs- staður landbúnaðarsvæða héraðsins. Nýbýla- og ræktunarlöggjöfin sé endurskoðuð frá rótum með tilliti til 'þesisa byggðaskipulags og tryggt sem bezt. að landbúnaðurinn samræmist skipulaginu, verði rekinn með fullkominni tækni og' þannig sam- keppnisfær við aðra atvinnuvegi. í sambandi við þessa nýskipun séu því gefnar nánar gætur, hversu rata megi æskilegan meðalveg á milli óhjákvæmi- legrar skipulagningar atvinnuveganna til trygg- ingar afkomu almennings og þeirrar ofstjórnar, er gangi of nærri persónulegu frelsi manna og sjálfs- ákvörðunarrétti. í þessu skyni fylgist nefndin sem bezt með starfsemi hliðstæðra nefnda, sem skip- aðar hafa verið erlendis.“ Frá stjórnmálanefnd. Ályktun um félagsmál. „17. þing Alþýðuflokksins felur miðstjóm og þing- mönnum flokksinis að ‘vinna að því, að eftirfarandi tillögur nái fram að ganga: 1. Lögfestur sé 8 stunda vinnudagur í þeim atvinnu- greinum, þar sem eigi eru isamningar um 8 stunda vinnudag eða styttri og því verður við komið, og ákvæði sett um hvað telja beri eftirvinnu og hvað' nætur- og helgidagavinnu í samræmi við hina al- mennu samninga verkalýðBfé'laganna. Sett sé löggjöf um orlof vinnandi fólks. 2. Jafnframt því sem 8 stunda vinnudegi og orlofi

x

Þingtíðindi Alþýðuflokksins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þingtíðindi Alþýðuflokksins
https://timarit.is/publication/1889

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.