Þingtíðindi Alþýðuflokksins - 24.10.1981, Page 5

Þingtíðindi Alþýðuflokksins - 24.10.1981, Page 5
ÞINGHALD Þingsetning. 40. þing Alþýðuflokksins var haldið dagana 24.—25. okt. 1981. Þingið setti formaður flokksins, Kjartan Jóhannsson. Formaður gat þess að ekki væri venja að minnast látinna félaga á aukaþingum, en hann vildi gera tvær undantekn- ingar, þar eð nýlega hefðu látist tveir félagar, sem jafn- framt miklum flokksstörfum hefðu verið ævifélagar tveggja flokksleiðtoga. Minntist formaður síðan þeirra Guðfinnu Sigurðardóttur og Jónu Jónsdóttur sem létust í mánuðinum og vottaði þingheimur þeim virðingu með því að rísa úr sætum. Næst tóku til máls gestir þingsins en það voru þær, Inge Fischer Möller, varaformaður danska Alþýðuflokksins og Gerd Engman, framkvæmdastjóri Sambands sænskra Alþýðuflokkskvenna. Auk þeirra var Eva Fagerström ritari skipulagsmála í Sambandi Alþýðuflokkskvenna í Svíþjóð mætt á þinginu. Formaður kynnti síðan þingsköp og voru þau samþykkt samhljóða. Þá lagði formaður fram ályktun til stuðnings pólskum verkalýð, í baráttu hans gegn yfirgangi kommún- ista. Samþykkti þingheimur báðar tillögurnar með lófataki. Ályktunin var svohljóðandi: ,,40. flokksþing Alþýðuflokksins skorar á Ríkisstjórn 3

x

Þingtíðindi Alþýðuflokksins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þingtíðindi Alþýðuflokksins
https://timarit.is/publication/1889

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.