Þingtíðindi Alþýðuflokksins - 24.10.1981, Síða 11

Þingtíðindi Alþýðuflokksins - 24.10.1981, Síða 11
Tryggvi Karlsson, Gestur Janus Ragnarsson, Ríkharður Jónsson, Ragnheiður Ríkharðsdóttir og Sigurður E. Guð- mundsson sem lagði fram tiilögu varðandi fyrirkomulag á formannskjöri. Því næst töluðu Árni Gunnarsson og Guðmundur Árni Stefánsson, sem flutti kveðjur frá Æsku- lýðssambandi norrænna jafnaðarmanna. Þá töluðu Vil- mundur Gylfason, Guðmundur Haraldsson og Kjartan Jóhannsson. Að lokum talaði framsögumaður Haukur Helgason aftur. Var þá gengið til atkvæða um tillögur milliþinganefndar. Vakti forseti athygli á að % atkvæða þarf til að breyta lögum, þó með því fororði að við breytingar á tillögum milliþinganefndar nægi einfaldur meirihluti. Fyrst var borin upp breytingartillaga við 4. gr. laga og var hún samþykkt með 58 atkvæðum gegn 21. Þá var borin upp breytingartillaga við 6. gr. laga og var hún samþykkt með 63 atkvæðum gegn 4. Borin upp breytingartillaga við 7. gr. laga og var hún felld með 49 með og 26 á móti. Þá var borin upp breytingartillaga við 13. gr. laga og var fyrst kosið um deilitöluna 15 og var hún felld, síðan deilitöluna 20 og var hún samþykkt með 80 atkvæðum gegn 4 atkvæðum. Breytingartillaga við 13. gr., 3. mgr. og var hún sam- þykkt samhljóða. Breytingartillaga við 14. gr. Samþykkt með öllum greidd- um atkvæðum. Breytingartillaga við 16. gr. Samþykkt með meginþorra atkvæða gegn tveimur atkvæðum. Breytingartillaga við 16. gr. Felld með yfirgnæfandi meirihluta. 9

x

Þingtíðindi Alþýðuflokksins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þingtíðindi Alþýðuflokksins
https://timarit.is/publication/1889

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.