Þingtíðindi Alþýðuflokksins - 24.10.1981, Page 16
félaga og dýpstu samúð til Emils og Eggerts vil ég biðja
ykkur að rísa úr sætum.
Mörg váleg tíðindi berast okkur þessa dagana, sem oft
endranær utan úr heimi. Frelsisbarátta er víða háð. Einni
þeirra, í einu viðskiptalandi okkar, höfum við fylgst með
af mikilli athygli í heilt ár — baráttu verkalýðshreyfing-
arinnar Einingar í Póllandi fyrir réttindum, sem okkur
þykja sjálfsögð. Baráttu fyrir því fyrst að fá að vera til
og síðan að njóta áhrifa og fá að mæla hug sinn og koma
sjónarmiðum sínum á framfæri. — Pólska þjóðin hefur
margt fengið að þola fyrir þessa baráttu. Þess sjást nú æ
víðar merki að herraþjóðin í austri ætlar að beita pólsku
þjóðina efnahagslegu svelti. Allar grannþjóðir ok'kar hafa
rétt þeim hjálparhönd, en íslendingar hafa bara staðið
álengdar.
Eg legg til, að flokksþingið sendi ríkisstjórn íslands
svofellda áskorun:
,,40. flokksþing Alþýðuflokksins skorar á Ríkisstjórn
Islands, að veita pólsku þjóðinni aðstoð í þrengingum
sínum með sama hætti og aðrar grannþjóðir o'kkar gera
og bendir í því sambandi sérstaklega á, að Pólverjum verði
gert kleift að fá héðan vörur á lánskjörum, sem taki mið
af ríkjandi ástandi í landinu."
Okkur berast enn fremur tíðindi af því að nú er hart
sótt að pólskum verkalýð og samtökum þeirra, Einingu.
Eg legg til að þingið sendi Einingu í Póllandi svofellda
kveðju:
„40. fiokksþing íslenskra jafnaðarmanna sendir Einingu
og pólskum verkalýð baráttukveðjur."
Góðir félagar.
Til þessa aukaþings er boðað samkvæmt sérstakri sam-
14