Þingtíðindi Alþýðuflokksins - 24.10.1981, Page 17
þykkt síðasta flokksþings. Það ákvað að efnt skyldi til
aukaþingsins til þess að fjalla um lagabreytingar, sem fyrir
því lágu, en þóttu ekki hafa fengið nægilegan undirbúning
og þyrftu frekari athugunar við, m. a. í hinum ýmsu flokks-
félögum víðs vegar um landið. Þá ákvað seinasta flokks-
þing að kjósa starfshópa, sem undirbyggju stefnumörkun
í byggðamálum annars vegar og fjölskyldumálum hins
vegar. Skyldu þessir starfshópar skila álitum sínum til
flokksþingsins. I samræmi við þessar samþykktir seinasta
flokksþings mun hér á þessu aukaþingi verða gerð grein
fyrir starfi þessara starfshópa um byggðamál og fjölskyldu-
mál.
Til undirbúnings umfjöllunar um lagamál skipaði flokks-
stjórn miiliþinganefnd, sem fékk allar framkomnar tillögur
um lagabreytingar til meðferðar. Þessi nefnd skilaði áliti
sínu á s.l. vori. í því felst annars vegar umsögn um fram-
komnar hugmyndir um lagabreytingar og hins vegar til-
lögur um breytingar, sem milliþinganefndin taldi að þetta
þing þyrfti að taka afstöðu til eða mælti með.
Framkvæmdastjórn ákvað að senda álit nefndarinnar til
allra flokksfélaga svo að þau gætu tekið þau til umræðu
á almennum félagsfundum eins og lög flokksins gera ráð
fyrir. Skrifstofa flokksins sendi flokksfélögunum álitið
snemma sumars. Þá voru haldnar kjördæmisráðstefnur í
haust alls staðar þar sem því varð við komið og voru
þessi mál meðal dagskrárliða. — Með þessum hætti hefur
Alþýðuflokksfólki gefist gott tækifæri til þess að íhuga
þær hugmyndir sem uppi eru um lagabreytingar. Þing-
fulltrúar ættu því að hafa kynnst með- og mótrökum við
þeim öllum. Það er svo okkar þingfulltrúanna að afgreiða
þær — velja og hafna.
Án þess að fjalla frekar um þessi atriði á þessari stundu
15