Þingtíðindi Alþýðuflokksins - 24.10.1981, Qupperneq 19

Þingtíðindi Alþýðuflokksins - 24.10.1981, Qupperneq 19
af fórnfýsi og kjarki, öflum ekki nýrra áskrifenda á næstu vikum, þá verður að endurskoða útgáfumálin frá grunni, finna aðrar leiðir. Þetta er ekkert neyðaróp. Þetta er blákaldur veruleikinn, sem ekkert okkar má ganga dulið. * * * Það var heitt sumar í Alþýðuflokknum þótt veðrið væri heldur rysjótt. Enginn gengur þess dulinn að undanfarnir mánuðir hafa verið að mörgu leyti erfiður tími. Eg veit að þið, hvert og eitt ykkar, hafið fundið það ekkert síður en ég eða þeir sem framkvæmdastjórn flokksins skipa. Ég veit að ykkur hefur fallið það þungt alveg eins og okkur framkvæmdarstjórnarmönnum. Hvers vegna sættust menn ekki? — spyrja sumir. Svar mitt er: Ekki einu sinni, heldur tvisvar var sæst á niður- stöðu, sem framkvæmdastjórn flokksins beitti sér fyrir. Ekki einu sinni heldur tvisvar voru mér og framkvæmda- stjórn færðar sérstakar þakkir fyrir framlag okkar. Þau samkomulög, sem gerð voru, fengu ekki að haldast. Ályktun um sáttaniðurstöðu var samþykkt í flokksstjórn og útlistuð þar í smáatriðum að viðstöddum afleysingarrit- stjóranum og hún var m.a. samþykkt þar af honum. Hann kallaði hana mjúka lendingu fyrir hádegi næsta dag, en gekk út frá henni síðar þann sama dag. — Ber þetta vott um vilja til sátta? Eiga ekki sáttagerðir að fá að standa? Síðan hófst ófrægingarherferð, sem hefur orðið and- stæðingum jafnaðarstefnunnar og Alþýðuflokksins elds- matur. Trúnaðarmenn flokksins og forystulið hans hafa fengið ýmislegt að heyra og þola, hver af öðrum, gegnum tíðina. Ég skal ekki dæma um það, hvað hafi verið verst eða mest í þeim efnum en allt er það illt. 17

x

Þingtíðindi Alþýðuflokksins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þingtíðindi Alþýðuflokksins
https://timarit.is/publication/1889

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.