Þingtíðindi Alþýðuflokksins - 24.10.1981, Side 21
að halda áfram á sömu braut, en ná lengra og ná betri
tökum á þessu verkefni.
— Þingflokkurinn hefur verið ötull og ég staðhæfi að
þingmenn flokksins hafa unnið vel og staðið sig vel á
Alþingi. Það varðar bæði útfærslu á grundvallarstefnu-
mörkun flokksins í átt til jafnaðar og réttlætis og dægur-
mál þau sem upp koma. Það varðar bæði útfærslu á
stefnumörkun seinasta flokksþings í atvinnumálum og
afstöðu til efnahagsmála á líðandi stund. Þingmenn flokks-
ins hafa haft frumkvæði að nýjum málatilbúnaði á Alþingi
langt umfram hlutfallslegan þingmannafjölda í samanburði
við aðra flokka. Og þeir hafa haft frumkvæði og forystu
í umræðum um hlutfailslega langtum fleiri mál en aðrir
þingmenn. — Þau stefnumarkandi frumvörp og tillögur,
sem flutt hafa verið af þingmönnum flokksins og önnur,
sem í undirbúningi eru, styrkja málefnalega stöðu flokks-
ins og munu bera ávöxt fyrir flokkinn.
Á undanförnum misserum hefur ísland notið einstaks
góðæris í ytri skilyrðum. Það er ekki nóg með að útflutn-
ingsafurðir okkar hafa hækkað í verði, heldur hefur
Bandaríkjadollar styrkst miðað við Evrópumyntir um tugi
prósenta. Þessi þróun hefur fært stórkostlega fjármuni
inn í landið. Við seljum útflutningsafurðir okkar að lang-
mestu leyti í dollurum, meðan innflutningurinn er í Evrópu-
myntum. Sú búbót, sem hér um ræðir, er svo stórkostleg,
að það má segja að hún sé sannkölluð himnasending.
Þeim mun hörmulegra er að ekki skuli hafa tekist að nýta
þennan stórkostlega möguleika til þess að bæta lífskjörin
í landinu og ná verðbólgunni niður í viðunandi stig. Þessi
búbót hefði átt að nýtast til þess að ná stórkostlegum
árangri í efnahagsmálum. Svo er ekki.
Ríkisstjórnin keppist nú við að mála glansmynd af
19