Þingtíðindi Alþýðuflokksins - 24.10.1981, Page 22
ástandi þjóðmála. Ríkisstjórnin hrósar sér af að atvinnu-
ástand sé gott. Samt hafa tugir manna skráð sig atvinnu-
lausa í Keflavík þessa dagana og hraðfrystihús þar hefur
sagt upp öllu starfsfólki. Samt voru hundruð manna skráðir
atvinnulausir á Akureyri allan s.l. vetur.
Ríkisstjórnin hrósar sér af rekstrarafgangi á fjármálum,
en fjármálaráðherra verður þó að viðurkenna í blaðagrein,
að þessi tala fáist með bókhaldskúnstum, tilflutningi milli
A- og B-hluta fjárlaga.
Ríkisstjórnin hrósar sér af jafnvægi í ríkisbúskapnum.
En hvers konar jafnvægi er það, þegar ríkisstofnanir og
ríkisfyrirtæki fá rekstrarfé með erlendum lánum og hvers
konar jafnvægi er það, þegar erlendum skuldum er hlaðið
upp í ógnvekjandi mæli. Einmitt á erlendri skuldasöfnun
hafa þjóðir glatað sjálfstæði sínu.
Ríkisstjórnin er góð með sig og hún stundar þá iðju
að draga upp glansmynd af ástandi þjóðmála. En hver er
raunveruleikinn á bak við þessa glansmynd? Eg skal nefna
ykkur dæmi.
Þúsundir manna eru á svo lágum launum, að það vekur
furðu að þeir skuli geta skrimt. Þetta hefur verið sýnt
fram á með glöggum hætti í blaðaviðtölum, bæði í Alþýðu-
blaðinu og Helgarpóstinum. Þúsundir manna hafa mán-
aðarlaun, sem eru á bilinu 4500—5000 kr. Það kemur
fram í viðtölum við þetta fólk, að það skrimtir, ýmist af
því að það býr í ókeypis húsnæði eða það býr hjá for-
eldrum sínum. Það skrimtir með að veita sér ekki neitt,
fara ekki í bíó, fara aldrei á skemmtanir, lifa svo spart,
að undrum sætir. Þessi lágu laun eru hneisa í okkar
þjóðfélagi.
Ég skal nefna annað dæmi um raunveruleikann á bak
við glansmynd ríkisstjórnarinnar. Hundruð af ungu fólki
20