Þingtíðindi Alþýðuflokksins - 24.10.1981, Side 24

Þingtíðindi Alþýðuflokksins - 24.10.1981, Side 24
áður. Það þarf engar reiknikúnstir til þess að sannfæra okkur um það. Við getum dæmt sjálf. Við getum dæmt út frá buddunni okkar. Þess vegna segi ég það enn og aftur, nýja vísitölu verðum við að fá. Því falsi, þeim svikum, sem við höfum verið beitt, verður að skila aftur. Nei, þingfulltrúar góðir. Það hefur ekki verið um aukn- ingu kaupmáttar að ræða á íslandi og hér býr fjöldi fólks við hörmulega lág laun. En hefur þá verið lagður grund- völlur að bjartari framtíð, auknu framtíðaröryggi. Við Alþýðuflokksmenn höfum aldrei úr því dregið, að mikið þyrfti á sig að leggja til þess að komast úr því verðbólgu- fari, sem við höfum verið í að undanförnu. En við höfum líka lagt áherslu á það, að í þeim aðgerðum yrði að leggja grundvöll að bjartari framtíð. Svo er ekki. Sú ríkisstjórn, sem nú situr, gerir ekkert og vill ekkert. Hún hefur engar ráðstafanir gert til þess að búa að framtíðar- öryggi þjóðarinnar. Hún hefur engar ráðstafanir gert til þess að tryggja framtíðarlífskjör fólksins í landinu. Sú ríkisstjórn sem situr, er dæmigerð íhaldsstjórn. Undir hennar stjórn heldur fólk áfram að hrekjast unnvörpum úr landi, einkuni ungt fólk. Það hreinlega gefst upp í þeirri síbyljandi verðbólgu og við þá óvissu sem ríkir hér um alla afkomu, við þá óvissu, sem gerir ókleift að gera áform um framtíð sína, óvissu um kaup, óvissu um kjör, óvissu um verðlag, óvissu um lánamál. Við Alþýðuflokksmenn höfum lagt og leggjum áherslu á það þegar við töluðum og tölum fyrir raunvaxta- og verðtryggingarstefnunni, að árangurinn af henni í auknum sparnaði yrði og verði varið til þess að auka langtímalán til húsbyggjenda og dreifa greiðslubyrðinni. Um þetta hefur ríkisstjórnin ekkert sinnt. Hún hrósar sér af þeim aukna sparnaði, sem á sér stað í bankakerfinu. Sparnaði, 22

x

Þingtíðindi Alþýðuflokksins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þingtíðindi Alþýðuflokksins
https://timarit.is/publication/1889

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.