Þingtíðindi Alþýðuflokksins - 24.10.1981, Page 25

Þingtíðindi Alþýðuflokksins - 24.10.1981, Page 25
sem er fyrir áhrif verðtryggingarraunvaxtastefnunnar, sem þessir sömu menn börðust gegn. En hún hirðir ekki um fólkið í landinu. Hún hirðir ekki um að bæta möguleika ungs fólks til þess að koma sér þaki yfir höfuðið. Þessi ríkisstjórn leggur ekki grundvöll að bjartari framtíð. Hún hefur ekki getað tekið ákvörðun um virkjun fall- vatnanna og eflingu orkufreks iðnaðar. í 20 mánuði hefur sú ákvörðun dregist. Hver dráttur er tap fyrir þjóðarbúið í heild, er tap fyrir okkur hvert og eitt í beinhörðum pen- ingum. Og fallvötnin fljóta áfram óbeisluð meðan fylgt er úreltri atvinnustefnu. Það þarf nýja stefnumörkun. Alþýðuflokkurinn hefur markað þá stefnu á flokksþing- um og á Alþingi í hverju málinu á fætur öðrum. Við segjum: Við skulum hætta að stækka skipastólinn. Það er löngu sannað, að hann er of stór miðað við afraksturs- getu fiskistofnanna. Samt heldur ríkisstjórnin áfram að hleypa flóðbylgju nýrra skipa inn í landið. Hvert viðbótar- skip rýrir lífskjörin í landinu. Við höfum sagt: Við skul- um hætta að greiða niður óarðbærar landbúnaðarafurðir ofan í útlendinga. Það er baggi á þjóðinni. Við höfum sagt: Við skulum beisla fallvötnin og skapa atvinnutækifæri í orkufrekum iðnaði. Þannig getum við treyst grundvöllinn að betri framtíð hér á fslandi. Við höfurn sagt: Það verður að skapa stöðugleika, sem er forsenda þess, að vaxtarskilyrði séu í almennum iðnaði. Það er einungis með réttri atvinnustefnu, sem næst varanlegur árangur í dýrtíðarmálum og þannig má sér- staklega auka kaupmátt launa. Núverandi ríkisstjórn málar glansmvnd af ástandi mála. En það sem framundan býr, er ekki hugsað um. Eg skal ekki draga úr því, að það séu erfiðir tímar framundan. Núverandi ríkisstjórn hefur gert þá erfiðari en nokkru 23

x

Þingtíðindi Alþýðuflokksins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þingtíðindi Alþýðuflokksins
https://timarit.is/publication/1889

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.