Þingtíðindi Alþýðuflokksins - 24.10.1981, Blaðsíða 25

Þingtíðindi Alþýðuflokksins - 24.10.1981, Blaðsíða 25
sem er fyrir áhrif verðtryggingarraunvaxtastefnunnar, sem þessir sömu menn börðust gegn. En hún hirðir ekki um fólkið í landinu. Hún hirðir ekki um að bæta möguleika ungs fólks til þess að koma sér þaki yfir höfuðið. Þessi ríkisstjórn leggur ekki grundvöll að bjartari framtíð. Hún hefur ekki getað tekið ákvörðun um virkjun fall- vatnanna og eflingu orkufreks iðnaðar. í 20 mánuði hefur sú ákvörðun dregist. Hver dráttur er tap fyrir þjóðarbúið í heild, er tap fyrir okkur hvert og eitt í beinhörðum pen- ingum. Og fallvötnin fljóta áfram óbeisluð meðan fylgt er úreltri atvinnustefnu. Það þarf nýja stefnumörkun. Alþýðuflokkurinn hefur markað þá stefnu á flokksþing- um og á Alþingi í hverju málinu á fætur öðrum. Við segjum: Við skulum hætta að stækka skipastólinn. Það er löngu sannað, að hann er of stór miðað við afraksturs- getu fiskistofnanna. Samt heldur ríkisstjórnin áfram að hleypa flóðbylgju nýrra skipa inn í landið. Hvert viðbótar- skip rýrir lífskjörin í landinu. Við höfum sagt: Við skul- um hætta að greiða niður óarðbærar landbúnaðarafurðir ofan í útlendinga. Það er baggi á þjóðinni. Við höfum sagt: Við skulum beisla fallvötnin og skapa atvinnutækifæri í orkufrekum iðnaði. Þannig getum við treyst grundvöllinn að betri framtíð hér á fslandi. Við höfurn sagt: Það verður að skapa stöðugleika, sem er forsenda þess, að vaxtarskilyrði séu í almennum iðnaði. Það er einungis með réttri atvinnustefnu, sem næst varanlegur árangur í dýrtíðarmálum og þannig má sér- staklega auka kaupmátt launa. Núverandi ríkisstjórn málar glansmvnd af ástandi mála. En það sem framundan býr, er ekki hugsað um. Eg skal ekki draga úr því, að það séu erfiðir tímar framundan. Núverandi ríkisstjórn hefur gert þá erfiðari en nokkru 23
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Þingtíðindi Alþýðuflokksins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þingtíðindi Alþýðuflokksins
https://timarit.is/publication/1889

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.