Þingtíðindi Alþýðuflokksins - 24.10.1981, Side 27

Þingtíðindi Alþýðuflokksins - 24.10.1981, Side 27
bandsins. Það var óheillaverk fyrir íslenska launþegahreyf- ingu. Svo mun einnig reynast um hina nýju atburði. Forystusveit Alþýðubandalagsins hefur nú þvingað fram oddaaðstöðu íhaldsins í hverju verkalýðsfélaginu á fætur öðru og leitt íhaldið inn í forystu heildarsamtaka verka- lýðshreyfingarinnar. Samtímis hefur forystulið Alþýðubandalagsins hampað óspart hinum nýfundnu íhaldsvinum sínum í ríkisstjórn og lagt allt kapp á að gera veg þeirra sem mestan. — Nú hefur þeim vaxið svo fiskur um hrygg að við blasir stofnun nýs íhaldsflokks fyrir blessunarlega forsjá forystumanna í Alþýðubandalagi og Framsóknarflokki. Framboð Pálma Jónssonar er rökrænn aðdragandi að slíkri flokksstofnun. Næsta verkefni hins nýja íhaldsflokks verður að reyna að ná meirihlutanum í stjórn Reykjavíkurborgar úr höndum vinstri manna. Því næst á að reyna að ná undirtökum í landsmálum, að hreinn íhaldsmeirihluti þessara tveggja flokka náist á Alþingi. Alþýðubandalagsforystan hefur þannig ekki einungis valið að leiða íhaldið inn í oddaaðstöðu í ríkisstjórn og verkalýðshreyfingu, heldur líka kosið sér það hlutskipti að ryðja brautina fyrir stofnun nýs íhaldsflokks og mögu- leika á meirihlutaaðstöðu íhaldsaflanna tveggja í sveitar- stjórnum og í landsmálum. Sú íhaldsstefna, sem forystusveit Alþýðubandalagsins hefur fylgt í núverandi ríkisstjórn auðveldar íhaldsöflun- um að hreiðra um sig og koma undir sig fótunum. Ráð- herrar Alþýðubandalagsins semja um faldar kauphækkanir til lækna sem að meðaltali munu nema um 30%, en bjóða láglaunafólki 2% í málgagni sínu. Nú er lítill munur á málflutningi Þorsteins Pálssonar hjá Vinnuveit- 25

x

Þingtíðindi Alþýðuflokksins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þingtíðindi Alþýðuflokksins
https://timarit.is/publication/1889

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.