Þingtíðindi Alþýðuflokksins - 24.10.1981, Page 51

Þingtíðindi Alþýðuflokksins - 24.10.1981, Page 51
Alyktun um fjölskyldumál Þeim mönnum fer fjölgandi sem gera sér ljóst að fjöl- skyldan er sú eining þjóðfélagsins sem ber að treysta og efla með öllum tiltækum ráðum. Með því móti er framtíð lands og þjóðar best tryggð. Alþýðuflokkurinn hefur frá stofnun sinni barist fyrir fjölmörgum málum sem snerta þennan málaflokk. Stefna flokksins byggist raunar á því að allir þegnar landsins búi við sem jöfnust og best kjör og þjóðfélagið beri að hluta til ábyrgð á velferð þegna sinna. Alþýðuflokkurinn hefur nú tekið þessi mál til athugunar og meðferðar með það í huga að marka og móta ákveðnari og markvissari heildarstefnu í þessum málum. Meginmarkmið þeirrar stefnu skal vera að skapa góð uppvaxtarskilyrði fyrir börn, efla jafnrétti karla og kvenna, taka mannlega þáttinn í samfélaginu fram yfir sjónarmið peninga og gróðahyggju. Vinnumarkaðurinn, umhverfið og samfélagsbyggingin verður að aðlaga sig þörfum fjölskyldunnar og öryggi hennar. Aðalþættirnir í fjölskyldupólitík Alþýðuflokksins eru: a) Húsnæðismál. b) Skipulags- og umhverfismál með tilliti til fjölskyld- unnar. 49

x

Þingtíðindi Alþýðuflokksins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þingtíðindi Alþýðuflokksins
https://timarit.is/publication/1889

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.