Þingtíðindi Alþýðuflokksins - 24.10.1981, Síða 53

Þingtíðindi Alþýðuflokksins - 24.10.1981, Síða 53
— Skóladagur verði samfelldur. — Skóli verði einsetinn. Rétt, eins og starfsmenn eiga rétt á að eiga sína trúnaðar- menn á vinnustað, eiga nemendur að hafa sína trúnaðar- menn eða umboðsmenn sem þeir gætu snúið sér til, ef þeim finnst réttur sinn að einhverju leyti fyrir borð bor- inn í skólanum, því að hafa skal það í huga, að í sumum tilfellum er hvorki kennari né skólastjóri hlutlaus úrskurð- araðili í málefnum nemandans. Fullorðinsfræðsla. Sú fræðsla sem skyldunámið býður upp á er hvergi nægjanleg, því breyttir þjóðfélagshættir og fjölbreyttara atvinnulíf kalla á aðlögun að breyttum aðstæðum — sífellda endurmenntun og nýja starfsþjálfun. Leggja verður áherslu á eftirfarandi í sambandi við fullorðinsfræðslu: — Endurmenntun og starfsþjálfun í tengslum við at- vinnulífið, m. a. vegna nýrrar tækniþróunar á ýmsum sviðum atvinnulífsins. — Félagsleg menntun og ráðgjöf er auki færni ein- staklingsins til þátttöku í atvinnulífinu og félagsleg- um störfum t. d. með leiðbeiningarstöðvum um starfs- val við endurkomu í atvinnulífið. — Fullorðinsfræðslan taki mið af sérþörfum fatlaðra. — Fullorðinsfræðslan verði skipulögð eins og kostur er með þeim hætti að hún stefni að öflun viðurkenndra réttinda í námi og atvinnulífi. Heildarlöggjöf um skipulagða fullorðinsfræðslu hefur nú verið í undirbúningi á annan áratug. Ekki verður 51

x

Þingtíðindi Alþýðuflokksins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þingtíðindi Alþýðuflokksins
https://timarit.is/publication/1889

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.