Þingtíðindi Alþýðuflokksins - 24.10.1981, Blaðsíða 55
að heimilið eitt geti veitt smábarni þá félagslegu örvun
sem það á kröfur til og sem er forsenda fyrir eðlilegum
félagsþroska þess.
Þjóðfélagið verður líka að koma til móts við óskir og
þarfir foreldra sem þurfa eða óska eftir að vinna utan
heimilis.
Þess vegna eiga allir foreldrar sem óska þess að geta
komið börnum sínum í góða dagvistun, sem býður upp
á sveigjanlegan dvalartíma í samræmi við vinnutíma
foreldranna.
Jafnframt á það að vera skýlaus réttur hvers barns að
eiga kost á dagvistun við sitt 'hæfi.
Á meðan ríki og sveitarfélög geta ekki fullnægt þeirri
þörf sem er fyrir dagvistun barna, verða þessir aðilar að
koma til móts við láglaunafjölskyldur með styrk til að
mæta kostnaði við einkagæslu.
Einnig verður að kanna vel alla möguleika til að þessi
þjónusta verði sem ódýrust bæði fyrir foreldra og hið
opinbera án þess þó að slaka á þeim kröfum sem gera
verður til slíkra stofnana.
Tómstundir — menningarstarf.
í stefnuskrá Alþýðuflokksins segir: „Alþýðuflokkurinn
telur tómstundir hin mikilvægustu lífsgæði og nýtingu
þeirra skipta sköpum um velferð fólks.“
Leggja verður ríka áherslu á að fólki gefist næg tæki-
færi til fjölbreyttrar tómstundastarfsemi, og hafi aðstöðu
til íþróttaiðkana, ýmis konar félagsstarfa og til annarrar
menningarstarfsemi.
Það þarf að stuðla að því að fólk á öllum aldri geti
verið saman í leik og starfi, börn, foreldrar, aldraðir.
Þannig má í senn vinna gegn einmanaleika einstakling-
53