Þingtíðindi Alþýðuflokksins - 24.10.1981, Blaðsíða 56
anna og brúa um leið hið margumtalaða kynslóðabil í
þjóðfélaginu.
Opinberir aðilar verða að hafa frumkvæði í að koma
upp félagsmiðstöðvum sem víðast, á eigin vegum eða í
samstarfi við einstaklinga og félagssamtök, þar sem það
þykir henta.
Skóla landsins á að nýta sem félags- og menningar-
miðstöðvar skólahverfisins, eftir því sem við verður kom-
ið, án þess að það trufli hið daglega skólastarf.
Vinnutími, frí o. fl.
Forsenda þess að fólk geti búið sér og sínum góð lífs-
skilyrði og notið tómstunda sinna og annarrar menningar-
starfsemi, er að fólk geti lifað af 8 stunda vinnudegi.
Ríkisvald og atvinnurekendur þurfa þar að auki að
taka sérstakt tillit til fólks með ung börn.
Foreldrar ungra barna þurfa að hafa möguleika á að
vinna styttri vinnutíma, sveigjanlegri vinnutíma eða taka
sér launalaust leyfi frá störfum meðan börnin eru ung.
Heimila þarf foreldrum að vera heima ákveðinn daga-
fjölda á ári vegna veikinda barna sinna.
Almannatryggingar.
Allt frá því að Alþýðuflokkurinn hóf göngu sína, hefur
hann barist og beitt sér fyrir haldgóðu og réttlátu trygg-
ingarkerfi fyrir alla landsmenn.
Alþýðuflokknum hefur alla tíð verið ljóst að með
skynsamlegu og réttsýnu tryggingarkerfi má jafna órétt-
láta tekjuskiptingu og tryggja hlut hinna veiku sem af
ýmsum ástæðum standa höllum fæti í lífsbaráttunni.
Tryggingarkerfið er sífellt í deiglunni og hlýtur og
verður að taka mark og mið af breytilegu þjóðfélagi og
breyttum tímum.
54