Þingtíðindi Alþýðuflokksins - 24.10.1981, Page 57

Þingtíðindi Alþýðuflokksins - 24.10.1981, Page 57
Hinsvegar verður að varast að þróun þess verði í þá átt að hvetja til misnotkunar. Vinna þarf að því að tryggingarkerfið verði manneskju- legra, komið verði í auknum mæli til móts við fatlaða svo sem með skattaívilnunum. Lögð verði aukin áhersla á meira jafnrétti í bótaupp- hæðum almannatrygginga. Húsnæðismál og skipulagsmál. Grundvallarsjónarmið jafnaðarmanna í húsnæðismálum er, að allir þegnar samfélagsins eigi fullan rétt á að búa í vönduðu og öruggu húsnæði, hvað sem líður efnahag og ytri aðstæðum. Sveitarfélög verða að sjá fyrir nægu skipulögðu landi undir íbúðabyggð til að ná þessu markmiði. Samþykkt á tillögum Alþýðuflokksins um þjóðareign á landi er for- senda þess að mörg sveitarfélög geti valdið þessu verk- efni og þannig mætt þörfinni fyrir úrlausn í húsnæðis- málum. Með félagslegu átaki verður að mæta húsnæðisþörfum, þeirra sem versta aðstöðu hafa til að eignast þak yfir höfuðið. Einfalda þarf og endurbæta gildandi skipulag í þessum efnum til þess að sníða það betur að þörfum ungs fólks og annarra sem höllum fæti standa. Jafnaðarmenn telja, að í nánasta umhverfi sérhverrar íbúðabyggðar eigi að vera rúmgóð og vel skipulögð úti- vistarsvæði þar sem borgarar á öllum aldri geti unað sér við útivist, leik og heilsubótaríþróttir jafnt vetur sem sumar. Við teljum að slík útivistarsvæði eigi að vera í beinum tengslum við híbýli manna og sem aðgengilegust fyrir alla aldursflokka. 55

x

Þingtíðindi Alþýðuflokksins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þingtíðindi Alþýðuflokksins
https://timarit.is/publication/1889

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.