Þingtíðindi Alþýðuflokksins - 16.11.1984, Page 15

Þingtíðindi Alþýðuflokksins - 16.11.1984, Page 15
en ekki að verða þræll tækninnar. Við verðum að hafa fram- tíðarsýn, undirbúa breytingarnar. Við verðum að skapa ný at- vinnutækifæri. íhaldsöflin telja atvinnuleysi til hagstjórnartækja. Við jafnaðarmenn krefjumst þess að allir eigi rétt til vinnu. Hlut- verk okkar er að móta og framfylgja farsælli atvinnustefnu, sem tryggir öllum vinnu og lífvænleg laun. Það höfum við gert og skulum ávallt gera. Atvinnan er undirstaða alls. Við jafnaðarmenn gerum kröfur um velferð og efnahagslegt öryggi. Forsenda þess að það náist er að við búum við traust og vaxandi atvinnulíf. Á því byggist krafa okkar um róttækar kerfisbreytingar og sterkt efnahagslíf. Við krefjumst jafnréttis sem mannréttinda, en það hefur Iíka efnahagslega hlið því að efnahagslegur stöðugleiki næst ekki meðan misréttið magnast og efnahagslegar framfarir nást ekki án stöðugleika. Þannig tengjast saman markmiðin þrjú um vinnu, jafnrétti og velferð. Þau styðja hvert annað. Bresti eitt skortir stoðir undir hin. Tímarnir eru sífellt að breytast. Þá breytast verkefnin líka. En það eru þættir sem aldrei breytast. Það eru Iífsviðhorfin, félagshyggjan, samhygðin — það er jafnaðarstefnan sjálf — og hún kemur ekki til okkar í prósentum og hagspeki — hún kemur frá hjartanu. Alþýðuflokkurinn má aldrei glata þeirri grundvallarhug- sjón á altari augnablikstækifæra. Hann verður að vera stefn- unni trúr og staðfastur í trúnni á sjálfan sig. Við skulum vera það sem við erum, róttæk og kröfuhörð fyrir jafnaðarstefn- una. Nú þarf gerbreytt tök í efnahagsmálum. Ég hef áður reifað nauðsyn atvinnustefnu, en jafnhliða þurfa að koma til viðtækar kerfisbreytingar. Tekjuskatt á launatekjur á að afnema en leggja um sinn á stighækkandi skatt á stóreignir. 13

x

Þingtíðindi Alþýðuflokksins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þingtíðindi Alþýðuflokksins
https://timarit.is/publication/1889

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.