Þingtíðindi Alþýðuflokksins - 16.11.1984, Page 22

Þingtíðindi Alþýðuflokksins - 16.11.1984, Page 22
Þakkaði síðan góða samvinnu á kjörtímabilinu. Guðmundur Oddsson hafði framsögu fyrir kjörbréfa- nefnd, en borist höfðu kjörbréf fyrir 172 félaga auk sveitar- stjórnarmanna og alþingismanna, sem eru sjálfkjörnir, ekki komu fram athugasemdir við þau kjörbréf sem fram voru komin. Forseti tilkynnti, að þar sem liðið væri mjög á fundartím- ann, færu umræður fram morguninn eftir. Skýrsla gjaldkera Geir Gunnlaugsson gjaldkeri Alþýðuflokksins flutti reikn- inga flokksins. Niðurstöðutölur á rekstrarreikningi frá 1. sept. 1982 til 31. ágúst 1984 voru 1.813,284,00 kr. Niðurstöðu- tölur á efnahagsreikningi þann 31. ágúst 1984 voru 2.024,061,48 kr. Undir reikninga rita, auk gjaldkera, þeir Eyjólfur K. Sigurjónsson, lögg. endurskoðandi og Svein- björn Egilsson. Geir gerði grein fyrir fjármálum flokksins og Alþýðublaðs- ins frá síðasta flokksþingi. Kom þar fram, að með samstilltu átaki hefði tekist að koma rekstri Alþýðublaðsins á traustan grundvöll, en stofnuð höfðu verið tvö hlutafélög, sem annast rekstur Alþýðublaðsins. Geir mælti með, að annað hvort yrðu Alprent og Alþýðuprentsmiðjan að sameinast til þess að ann- ast prentun alls efnis fyrir flokkinn, eða þá að hætta starf- semi beggja. Þá mælti Geir með því að útgáfumál Alþýðu- blaðsins heyrðu undir framkvæmdastjórn. Þingforseti gat þess, að enn væru óafgreidd kjörbréf sem tekin yrðu fyrir síðar. Jóhannes Guðmundsson ræddi um störf skilanefndar Al- þýðublaðsins og happdrætti flokksins sem hann sá um. For- seti frestaði þá fundi til kl. 9 næsta morgun. Umræður 17. nóv. Kl. 9:15 hófust umræður um skýrslu formanns fram- kvæmdastjórnar, gjaldkera og framkvæmdastjóra. 20

x

Þingtíðindi Alþýðuflokksins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þingtíðindi Alþýðuflokksins
https://timarit.is/publication/1889

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.