Þingtíðindi Alþýðuflokksins - 16.11.1984, Blaðsíða 22
Þakkaði síðan góða samvinnu á kjörtímabilinu.
Guðmundur Oddsson hafði framsögu fyrir kjörbréfa-
nefnd, en borist höfðu kjörbréf fyrir 172 félaga auk sveitar-
stjórnarmanna og alþingismanna, sem eru sjálfkjörnir, ekki
komu fram athugasemdir við þau kjörbréf sem fram voru
komin.
Forseti tilkynnti, að þar sem liðið væri mjög á fundartím-
ann, færu umræður fram morguninn eftir.
Skýrsla gjaldkera
Geir Gunnlaugsson gjaldkeri Alþýðuflokksins flutti reikn-
inga flokksins. Niðurstöðutölur á rekstrarreikningi frá 1.
sept. 1982 til 31. ágúst 1984 voru 1.813,284,00 kr. Niðurstöðu-
tölur á efnahagsreikningi þann 31. ágúst 1984 voru
2.024,061,48 kr. Undir reikninga rita, auk gjaldkera, þeir
Eyjólfur K. Sigurjónsson, lögg. endurskoðandi og Svein-
björn Egilsson.
Geir gerði grein fyrir fjármálum flokksins og Alþýðublaðs-
ins frá síðasta flokksþingi. Kom þar fram, að með samstilltu
átaki hefði tekist að koma rekstri Alþýðublaðsins á traustan
grundvöll, en stofnuð höfðu verið tvö hlutafélög, sem annast
rekstur Alþýðublaðsins. Geir mælti með, að annað hvort yrðu
Alprent og Alþýðuprentsmiðjan að sameinast til þess að ann-
ast prentun alls efnis fyrir flokkinn, eða þá að hætta starf-
semi beggja. Þá mælti Geir með því að útgáfumál Alþýðu-
blaðsins heyrðu undir framkvæmdastjórn.
Þingforseti gat þess, að enn væru óafgreidd kjörbréf sem
tekin yrðu fyrir síðar.
Jóhannes Guðmundsson ræddi um störf skilanefndar Al-
þýðublaðsins og happdrætti flokksins sem hann sá um. For-
seti frestaði þá fundi til kl. 9 næsta morgun.
Umræður 17. nóv.
Kl. 9:15 hófust umræður um skýrslu formanns fram-
kvæmdastjórnar, gjaldkera og framkvæmdastjóra.
20