Þingtíðindi Alþýðuflokksins - 16.11.1984, Side 55

Þingtíðindi Alþýðuflokksins - 16.11.1984, Side 55
ingin er sú að þjóðartekjur eru nú hinar sömu á mann og fyrir 10 árum síðan, það eru eftirmæli framsóknaráratugarins. Pólitísk dekurverkefni kosta þjóðina offjár. Með KRÖFLU greiðir þjóðin nú milljón á degi hverjum. Atvinnuvegunum verður að búa heilbrigð rekstrarskilyrði og beina fjárfesting- unni í arðbæra atvinnustarfsemi sem skilar tekjum en ekki út- gjöldum til þjóðarbúsins. Jafnhliða þarf að gera víðtækar kerfisbreytingar í efna- hagsmálum. Tekjuskatt á launatekjur á að afnema, leggja stighækkandi skatt á stórfyrirtæki og stóreignamenn og verja þeim skatttekjum til að gera stórátak í húsnæðismálum unga fólksins. Um leið skal koma á afkomutryggingu, kaupmátt- artryggingu mannsæmandi lágmarkslauna, beinum greiðsl- um fjölskyldubóta til barnmargra fjölskyldna, tekjutrygg- ingu aldraðra og öryrkja og sameiginlegum lífeyrissjóði fyrir alla landsmenn. Breyta á söluskatti í virðisaukaskatt, afnema undanþágufarganið og lækka skattprósentuna m.a. í því skyni að bæta innheimtu. Raunvexti á að lækka. Framkvæmdastofnun ríkisins á að leggja niður, ríkisbönkum á að fækka og gerbreyta fjárfest- ingarsjóðakerfinu til einföldunar þannig að jafnræði sé milli atvinnugreina og hagur húsbyggjenda tryggður. Núverandi sölu- og verðlagskerfi landbúnaðarafurða á að endurskoða. Sambærilegar kerfisbreytingar þarf að gera á samskiptum einstaklinga og stofnana til einföldunar og aukins frjálsræð- is. Auka á valddreifingu en afnema skrifræði. Auka á völd og verkefni sveitarfélaga og samtaka þeirra, setja lög er tryggi upplýsingaskyldu hins opinbera gagnvart almenningi, stofna embætti umboðsmanns Alþingis og setja lög um skyldur og starfsemi stjórnmálaflokka. Auka á frjálsræði í fjölmiðlum og setja lög og reglur um skyldur og ábyrgð fjölmiðla. Það er hlutverk Alþýðuflokksins að halda öfgaöflunum í skefjum og koma á samstöðu við framsýna aðila í sókn til aukins réttlætis og jafnaðar. Nú er meiri þörf á slíkri sam- vinnu til þjóðarsáttar en nokkru sinni fyrr og því er það 53

x

Þingtíðindi Alþýðuflokksins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þingtíðindi Alþýðuflokksins
https://timarit.is/publication/1889

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.