Þingtíðindi Alþýðuflokksins - 16.11.1984, Side 56

Þingtíðindi Alþýðuflokksins - 16.11.1984, Side 56
áhyggjuefni að í stað samstarfs og samstöðu sundrast lýðræð- issinnaðir jafnaðar- og félagshyggjumenn í flokka og fram- boð sem í raun eiga meira sameiginlegt en skilur þá að. Með því að taka höndum saman geta þessir aðilar orðið það sátta- afl sem þjóðina skortir. Alþýðuflokkurinn boðar slika sam- stöðu og mun taka frumkvæði að málefnalegri samstöðu allra jafnaðarmanna. Alþýðuflokkurinn og aðrir þeir sem aðhyllast hugmyndir jafnaðarstefnunnar, lýðræði, frelsi, félagslega samhjálp og jöfnuð í samfélaginu, verða að taka höndum saman og hrekja núverandi ríkisstjórn fjármagns og gróðahyggju frá völdum, en mynda í hennar stað nýja ríkisstjórn sem beiti sér fyrir sáttargjörð við launþega og samtök þeirra um breytta tekju- skiptingu í þjóðfélaginu sem tryggi mannsæmandi lágmarks- laun fyrir eðlilegt vinnuframlag. 42. flokksþing Alþýðuflokksins leggur áherslu á að áfram verði fylgt óbreyttri stefnu í öryggis- og varnarmálum ís- lensku þjóðarinnar. Flokksþingið telur að íslendingar eigi að hvetja stórveldin til gagnkvæmrar afvopnunar undir eftirliti og leggur áherslu á baráttu kúgaðra fyrir frelsi og mannrétt- indum hvar sem er í veröldinni. 54

x

Þingtíðindi Alþýðuflokksins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þingtíðindi Alþýðuflokksins
https://timarit.is/publication/1889

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.