Þingtíðindi Alþýðuflokksins - 16.11.1984, Page 66

Þingtíðindi Alþýðuflokksins - 16.11.1984, Page 66
Flokksþing Alþýðuflokksins telur því brýnt að fram fari endurmat á störfum og kjörum láglaunahópanna og hefð- bundnum kvennastörfum þannig að réttlátt mat og sann- gjörn laun verði viðurkennd fyrir þessi störf. Húsnœðismál 42. flokksþing Alþýðuflokksins átelur svik núverandi rík- isstjórnar í húsnæðismálum. Aldrei hefur verið erfiðara fyrir ungt fólk að afla sér húsnæðis. Bæði eru húsnæðismála- stjórnarlán lág og bankalán eru stutt og gegn okurvöxtum, þannig að margir kikna undan greiðslubyrðinni. Alþýðuflokkurinn krefst þess að auknir verði valkostir í fé- lagslegum íbúðabyggingum og að þegar verði hafist handa við fjármögnun húsnæðislánakerfisins, þannig að 80% láns- hlutfalli verði náð í áföngum. Launa- og kjaramál Kjör íslenzkra launamanna eru nú lakari en þau hafa verið um áratuga skeið. Það er öllum ljóst, að launakjör á íslandi hafa ekki verið í neinu samræmi við þjóðartekjur á undan- förnum árum. Gífurlegir fjármunir, sem launafólkið hefur skapað með striti sínu, hafa runnið í arðlausar fjárfestingar, sem ekki hafa komið þjóðinni að nokkrum notum. Þessum fjármunum hefur verið úthlutað eftir pólitísku helminga- skiptakerfi, sem nú verður að brjóta niður, ef unnt á að reyn- ast að byggja upp nýtt og öflugt atvinnulíf í landinu, sem er grundvöllur betra lífs og betri afkomu allra launamanna. Sú skelfilega staðreynd blasir við að ísland er nú talið í hópi láglaunalanda og fjölþjóðafyrirtæki hafa sýnt því áhuga að reisa hér á landi verksmiðjur á grundvelli þess hve ódýrt vinnuaflið er. Almennar launatekjur nægja hvergi til reksturs heimilanna. Svo endar nái saman verða fjölskyldur að leggja á sig ómælt strit, vinna myrkranna á milli, þar sem vinnu er að hafa. En víða hefur atvinnuleysi gert vart við sig og er hætta á því að það aukist enn. Afkomumöguleikarnir hafa 64

x

Þingtíðindi Alþýðuflokksins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þingtíðindi Alþýðuflokksins
https://timarit.is/publication/1889

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.