Þingtíðindi Alþýðuflokksins - 16.11.1984, Side 73

Þingtíðindi Alþýðuflokksins - 16.11.1984, Side 73
Þessa kosti bendir Alþýðuflokkurinn á þegar talað er um uppbyggingu atvinnuveganna og nýja atvinnustefnu: 1. Aukin framleiðni og meiri vöruvöndun í úrvinnslu sjávar- afla, nýting og vinnsla fleiri fisktegunda. 2. Við úrvinnslu landbúnaðarafurða er hægt að ná meiri ár- angri, t.d. með fullvinnslu á skinnum og gærum, og úr- vinnslu á margvíslegum dýrmætum efnum úr sláturaf- urðum. 3. íslendingar eiga mikinn fjársjóð í menntun og þekkingu. Útflutningur og sala á þessari þekkingu getur orðið mikil lyftistöng fyrir allan íslenzkan iðnað og menntastofnan- ir. Þá eiga íslendingar að nýta menntastofnanir sínar til sölu á þekkingu til þegna annarra ríkja sem hingað geta sótt menntun í margvíslegum fræðum. 4. Ferðamálaþjónusta og skipulagning ferða erlendra ferða- manna til íslands er einn af mikilvægari þáttum atvinnu- uppbyggingar. Þar er nauðsynlegt að gera áætlanir til langs tíma og stunda atvinnugreinina í sátt við náttúru landsins. 5. Fiskeldi sem byggir á gnægð af heitu vatni og tiltölulega ódýru fóðri. Jafnframt þarf að gera rannsóknir á göngu lax í hafinu og hvort hafbeit og laxveiðum almennt stend- ur ógn af fiskveiðum annarra þjóða. Einnig þarf að stefna að eldi sjávarfiska með það fyrir augum, að reyna að draga úr sveiflum í fiskafla. 6. Sölumennsku á íslenzkum útflutningsafurðum verður að stórauka, en þar er á ferðinni grundvallaratriði, svo unnt sé að efla og auka allar útflutningsatvinnugreinar þjóð- arinnar. 7. Rafeindaiðnaður er sú grein sem íslendingar hafa sýni- lega möguleika á að gera að stóriðnaði, einkum hvað snertir tæknibúnað til fiskvinnslu og sjávarútvegs. 8. Lífefnaiðnaður af mörgu tagi á mikla framtíð og verður að fá að þróast. Má þar nefna framleiðslu á efnum til lyfjagerðar. 71

x

Þingtíðindi Alþýðuflokksins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þingtíðindi Alþýðuflokksins
https://timarit.is/publication/1889

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.