Þingtíðindi Alþýðuflokksins - 16.11.1984, Page 74

Þingtíðindi Alþýðuflokksins - 16.11.1984, Page 74
9. Efling matvælaiðnaðar er mikilvæg, og þar verður að stuðla að bættri menntun starfsfólks. 10. Endurvinnsla á ýmsum efnum sem til falla, getur verið álitlegur kostur en þarf þó að gaumgæfa vandlega. 11. Efling atvinnuvegarannsókna er skilyrði þess að flestar fyrrnefndar greinar eigi framtíð fyrir sér. íslendingar leggja mun minni fjármuni til þessara rannsókna en ger- ist í helztu nágrannalöndum. 12. í allri umræðu um atvinnustefnu til aldamóta verður að hafa hugfast, að stór hópur þjóðfélagsþegna getur ekki tekið þátt í hinu almenna atvinnulífi. Við mótun at- vinnustefnu verður að tryggja að næg atvinnutækifæri skapist fyrir öryrkja, annað hvort á vernduðum vinnu- stöðum eða innan hins almenna atvinnurekstrar. Við val á nýjum atvinnugreinum og stuðningi við þær, ber að meta, hvort þær gera það mögulegt að greiða góð laun til starfsfólks og stuðli þannig að því að ísland verði ekki lengur láglaunaland. Það er algjört grundvallaratriði við atvinnuuppbyggingu og atvinnustefnu til aldamóta, að einhver sá hvati sé fyrir hendi, er efli menn til dáða við atvinnuuppbyggingu. Sá hvati felst auðvitað í stjórn efnahagsmála, og þeirri verkaskipt- ingu, sem verður að vera á milli þeirra þriggja rekstrarforma, sem þróast hlið við hlið í blönduðu hagkerfi. Sú breyting verður aldrei framkvæmanleg, nema núgildandi sjóðakerfi og helmingaskiptakerfi Sjálfstæðisflokks og Framsóknar- flokks verði brotið upp. Vinnan er undirstaða velferðar og velsældars og þess hag- sældarþjóðfélags sem er rauði þráðurinn í jafnaðarstefn- unni. Ný atvinnustefna er því grundvallaratriði í framtíðar- stefnu Alþýðuflokksins. 72

x

Þingtíðindi Alþýðuflokksins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þingtíðindi Alþýðuflokksins
https://timarit.is/publication/1889

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.