Ægir

Årgang

Ægir - 01.04.2023, Side 8

Ægir - 01.04.2023, Side 8
8 „Maður bara brosir út að eyrum,“ seg- ir Siglfirðingurinn og útgerðarmaður- inn Rögnvaldur Björnsson. Röggi, eins og hann er kallaður, festi nýlega kaup á sínum fyrsta bát og er á sinni fyrstu vertíð á strandveiðum. Spurður hvernig Siglfirðingur endi á Raufarhöfn og nú Kópaskeri, þar sem hann rær þegar viðtalið er tekið, svarar hann því til að fyrir um áratug hafi hann búið á Akureyri og fundist at- vinnuframboð í bænum bágborið. Hann hafi séð auglýsingu þar sem leitað var að starfsmanni í grásleppuverkun í frystihúsinu á Raufarhöfn. Hann hafi ákveðið að slá til. „Ég var kominn með nóg af Akureyri og var eitthvað að glugga í dagskrána þegar ég sá þessa auglýsingu,“ rifjar hann upp. Röggi hefur verið með annan fótinn á Raufarhöfn undanfarin tíu ár eða svo. Hann á hús í þorpinu, sem hann er að gera upp, en á líka íbúð á Akureyri. Hann segir glettinn að konan hafi á ein- um tímapunkti ekki tekið annað í mál en að hafa einnig aðsetur á Akureyri. Handfærin kveiktu í honum Undanfarin ár hefur Röggi róið á neta- bátnum Kristni ÞH, sem er í eigu útgerð- ar Hólmsteins Helgasonar á Raufarhöfn. Hann keypti sér hins vegar flugfisk, bát frá Mótun, fyrir síðustu strandveiðiver- tíð. Hann nýtti síðasta sumar og vetur- inn til að taka bátinn í gegn og búa hann undir veiðarnar. Það var svo 2. maí síðastliðinn sem hann fór í sinn fyrsta atvinnuróður á bátnum, sem ber nafnið Perla ÞH 33. „Ég hef brennandi áhuga á þessu. Það eru tvö eða þrjú ár frá því ég prófaði í fyrsta skipi að fara á handfæri á sjó og það kveikti í mér,“ útskýrir hann og bæt- ir við að það skipti hann mestu máli að báturinn virki eins og til sé ætlast. Á Rögga má heyra að aflabrögð séu nánast aukaatriði, enda er veiði á Norðaustur- horni landsins á þessum árstíma iðulega treg. Vonast til að fá að veiða út sumarið Spurður hvernig honum lítist á sumarið svarar Röggi því til að auðvitað vonist hann til að veiðarnar verði ekki stöðv- aðar í þann mund sem vænn fiskur gengur á norðaustursvæðið. Á því hafi hann hins vegar ekki stjórn nema að því leyti að hann getur ákveðið að færa sig á annað svæði fyrir næstu vertíð, ef honum líst þannig á. Fimm bátar fóru vestur á bóginn frá Raufarhöfn fyrir þessa strandveiðivertíð, vegna fyrir- komulags veiðanna. Röggi er hins vegar ekki mikið að velta sér upp úr því. Hann lætur fyrir- komulagið ekki varpa skugga á gleðina sem felst í því að róa á eigin bát og stunda handfæraveiðar. „Þetta er bara svo skemmtilegt. Ég finn fyrir ástríðu gagnvart þessum veiðum og brenn fyrir þetta. Það er það sem drífur mig áfram,“ segir hann að lokum. Sjómennskan Rögnvaldur Björnsson keypti sér flugfisk og er á sinni fyrstu strandveiðivertíð „Ég finn fyrir ástríðu gagnvart þessum veiðum“  „Þetta er bara svo skemmtilegt,“ segir Röggi um strandveiðarnar.  Rögnvaldur landar strandveiðiafla á Kópaskeri nú í maí. TIL HAMINGJU MEÐ SJÓMANNADAGINN Við tökum útstímið með ykkur Auglýsingfyrirskrufublaðið.indd 1 5.5.2023 10:03:51

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.