Ægir - 01.04.2023, Síða 28
28
bætir strax við að með nútímatækninni
hafi allur feluleikur horfið. „Nú veit mað-
ur nákvæmlega hvar allir eru og hægt
að lesa út hvernig mönnum gengur að
fiska.“
Tæknin leysir ekki þekkinguna og
reynsluna af hólmi
En þó æ stærri skjáir, tæki og tól ein-
kenni vinnuumhverfi þeirra Sigtryggs
og Angantýs Arnars síðari árin eru þeir
algjörlega sammála um að tæknin ráði
ekki úrslitum um hvernig gangi að fiska.
Engin tækniskref geti komið í staðinn
fyrir reynsluna.
„Lykilatriðin eru vitneskjan og
reynslan sem við nýtum okkur og þar
skilur á milli þeirra sem búnir eru að
vera lengi í þessu starfi og þeirra sem
yngri eru og reynsluminni. Við tveir er-
um af þeirri kynslóð sem ólst upp í starf-
inu við að spá meira í göngur fisksins,
árstímann, ástand sjávar, sjávarhita og
aðra slíka þætti. Hvenær kemur karfi á
slóðina, hvenær er líklegt að ufsinn fari
að ganga og svo framvegis og framvegis.
Það eru engin tæki sem segja okkur
þetta nákvæmlega þó eflaust sé hægt að
setja upplýsingar inn í einhver tölvu-
kerfi og kalla fram alls kyns spár. Með
öðrum orðum er það í okkar huga þann-
ig að tækniþróunin getur ekki komið í
staðinn fyrir þekkingu og reynslu en
tæknin er hins vegar mjög mikilvægt
hjálpartæki til að ná árangri. En kannski
verður einmitt þetta eitt af því sem
gervigreindin mun á komandi árum taka
yfir. Hver veit?“ segja þeir sposkir.
Samfélag skipstjóra á miðunum
Skipstjórarnir tveir segjast þakklátir fyr-
ir tímann á sjónum og að hafa fengið að
kynnast fjölda fólks bæði í landi og úti á
sjó.
„Ég hef vegna þessara tímamóta svo-
lítið hugsað um það að undanförnu,“ seg-
ir Angantýr Arnar, „hvort maður hefði
viljað hafa þennan feril einhvern »
Báðir eru þeir Angantýr Arnar og Sigtryggur uppaldir
við við sjávarsíðuna, Angantýr Arnar á Hauganesi og
Sigtryggur á Seyðisfirði. Þeir muna því ekki eftir öðru
en að sjórinn hafi verið í stóru hlutverki í daglegu lífi
og væntanlega mun tengingin við sjóinn áfram verða
sterk þó þeir hafi nú sett punkt aftan við sjómennskuna.
Stefndi alltaf á sjóinn
„Það kom aldrei annað til greina en fara á sjó og í Stýri-
mannaskólann,“ segir Angantýr Arnar sem lauk því námi
tvítugur árið 1977 og varð þá um sumarið 2. stýrimaður á
togaranum Dalborgu á Dalvík. Hann var síðan um tíma á
bátum á Hauganesi, þá á togaranum Súlnafelli í Hrísey og
þaðan fór hann á togarann Baldur á Dalvík þar til hann
byrjaði 1. maí 1993 sem afleysingaskipstjóri hjá Vigfúsi
Reykjalín Jóhannessyni á Björgvin EA. Vigfús hætti síðan
árið 2001 og frá þeim tíma voru þeir Sigtryggur saman með
skipið. Af Björgvin lá svo leiðin yfir á Kaldbaksskipin tvö.
Þakklátur Jóni á Gullberginu
Sigtryggur segist hafa byrjað 14 ára gamall á sjó. „Fyrst var
ég á Hannesi Hafstein og sumarið sem ég varð 15 ára lenti
ég í slysi um borð og missti fingur á vinstri hendi. Þegar ég
var svo búinn með skyldunám og var að jafna mig eftir
slysið vann ég í netagerð heima á Seyðisfirði og þá kom Jón
Pálsson skipstjóri á Gullbergi til mín og gaf sig ekkert með
það að nú skyldi ég koma aftur á sjóinn. Honum á ég mikið
að þakka að hafa fengið að prófa sjómennskuna aftur eftir
slysið,“ segir Sigtryggur.
Af Gullberginu fór Sigtryggur í Stýrimannaskólann og
útskrifaðist árið 1980. Eftir að hafa stoppað stutt fyrir aust-
an réði hann sig sem háseta og til að leysa 2. stýrimann af á
togaranum Harðbak hjá ÚA, því næst lá leiðin í fjögur ár á
togarann Skafta hjá Fiskiðjunni Skagfirðingi og þessu næst
fór hann á Oddeyrina EA sem var í eigu Samherja. Sigtrygg-
ur varð síðan skipstjóri á því skipi og eftir það var hann
með hin ýmsu skip hjá fyrirtækinu í skemmri eða lengri
tíma; Margréti, Víði, Akureyrina og loks Björgvin. Í upphafi
átti hann reyndar bara að fara einn frystingartúr á Björg-
vin í Barentshaf en sá túr varð að 11 árum! Síðasti kaflinn í
brúnni var svo helgaður Kaldbaksskipunum tveimur.
Uppaldir við sjávarsíðuna
Þann 31. maí árið 2000 kom Margrét EA-710 til hafnar með verðmætasta farm
sem skipið hafði aflað í einni veiðiferð frá því að það hóf veiðar undir merkjum
Samherja. Aflinn upp úr sjó var um 500 tonn af grálúðu og aflaverðmæti 112
milljónir króna. Aðaleigendur Samherja, þeir Þorsteinn Már Baldvinsson og
Kristján Vilhelmsson, fóru um borð í Margrétina út af Hjalteyri, skáluðu við
áhöfnina af þessu tilefni og sigldu með skipinu til hafnar á Akureyri. Sigr-
tryggur var skipstjóri í túrnum og er fyrir miðri mynd.
Gloríu flottroll Hampiðjunnar voru þróuð
í nánu samstarfi við íslenskar útgerðir,
skipstjórnarmenn
og sjómenn.
Á síðustu 34 árum hefur Hampiðjan
framleitt og selt yfir þúsund Gloríur
til útgerða í 28 löndum.
sem bylti
flottrollsveiðum
– veiðarfæri eru okkar fag
GLORÍAN