Ægir - 01.04.2023, Síða 32
32
Ein af Dísunum við Djúpið
Bryndís ÍS var einn þeirra eikarbáta
sem Bárður G. Tómassson, skipasmið-
ur á Ísafirði, hannaði og smíðaði í lok
fjórða áratugar síðustu aldar, rétt um
það bil sem heimsstyrjöldin síðari var
að hefjast. Báturinn var smíðaður
fyrir Útgerðarfélagið Njörð á Ísafirði
sem var eitt af stærstu útgerðarfyrir-
tækjum staðarins en félagið var í
meirihlutaeigu Kaupfélags Ísfirðinga.
Má til gamans geta þess að fyrsti
stjórnarformaður Njarðar var Guð-
mundur G. Hagalín, rithöfundur.
Dísirnar við Djúpið
Dísirnar voru þessir bátar Njarðar kall-
aðir einu nafni en fyrst í röðinni var
Sædís ÍS, byggð árið 1938. Síðan kom Ás-
dís sama ár og svo Bryndís ÍS, Hjördís ÍS
og Valdís ÍS á næstu tveimur árum en
Bryndís ÍS var sjósett í desember 1939.
Sjötta Dísin bættist svo við nokkrum ár-
um síðar og fékk nafnið Jódís ÍS. Allar
voru Dísirnar gerðar út meðan á styrj-
aldarárunum stóð og stunduðu þær
línu-, dragnóta- og reknetaveiðar.
Þrír þessara báta mættu örlögum sín-
um og var fargað á einn eða annan hátt,
líkt og er saga fjöldamargra trébáta sem
báru uppi fiskveiðar landsmanna á fyrri
hluta síðustu aldar. Tveimur bátanna
Sædísi og Bryndís hefur hins vegar tek-
ist að bjarga frá eyðingu en sá fyrnefndi
er nú í umsjá Byggðasafns Vestfjarða.
Löng útgerðarsaga
Stundaðar voru veiðar á Bryndísi ÍS allt
fram undir síðustu aldamót þegar bátn-
um var lagt eftir áratuga farsæla útgerð.
Flest benti til að Bryndísar biður þau
sömu örlög og margra annarra trébáta
að verða eytt en bátaáhugamaðurinn
Hörður G. Jóhannsson á Akureyri kom í
veg fyrir að svo færi.
Aflinn á öllum þessum áratugum sem
Bryndís ÍS var gerð út er mikill en bátur-
inn er líka samofinn útgerðarsögunni
fyrir vestan því hinn nafntogaði afla-
skipstjóri, Ásgeir Guðbjartsson á Ísafirði,
eigandi og stofnandi útgerðarfélagsins
Hrannar á Ísafirði, þreytti frumraun
sína sem skipstjóri á Bryndísi ÍS. Og ekki
bara það því Bryndís ÍS var fyrirmynd
fyrstu Guðbjargarinnar sem smíðuð var
fyrir útgerðarfélagið Hrönn árið 1956 em
það var meira en tvöfalt stærra skip, 47
tonn. Þannig má á vissan hátt segja að
Bryndís ÍS hafi lagt grunninn ísfirsku
Guggunum og útgerðarstórveldi Ásgeirs
Guðbjartssonar. En það er framtíðin sem
ekki minna máli skiptri núna og er óhætt
að segja að Bryndísar bíði að ganga al-
gjörlega í endurnýjun lífdaga og takast á
ný við öldur hafsins þegar verkefni
Harðar G. Jóhannssonar og fjölskyldu
hans lýkur.
Fyrsti skipaverkfræðingur
Íslendinga
Áðurnefndur hönnuður Bryndísar og
hinna Dísanna, Bárður G. Tómasson,
skipasmiður er merkur maður í trébáta-
sögu landsmanna. Hann fæddist að Hjöll-
um í Skötufirði í Norður-Ísafjarðarsýslu
árið 1885 og fluttist barn að aldri með
móður sinni að Kollafjarðarnesi í
Strandasýslu. Þar ólst hann upp hjá
móðurbróður sínum, Guðmundi Bárðar-
syni sem var frábæt bátamaður, að því
er heimildir segja. Þarna hófust kynni
Bárðar af trébátum og bátasmíði. Bárður
fluttist 18 ára gamall til Ísafjarðar þar
sem hann réð sig til Jóhanns Þorkelsson-
ar skipasmiðs og var hjá honum í einn
vetur við þilskipaviðgerðir. Þá hélt hann
til Danmerkur til náms í skipasmíðum og
fór síðan til Bretlands til framhaldsnáms
og starfa í greininni. Bárður lauk námi í
skipaverkfræði fyrstur Íslendinga en ár-
ið 1916 sneri hann aftur til Ísafjarðar og
stóð fyrir stofnun skipasmíðastöðvar
þar í bæ. Hana rak Bárður allt til ársins
1944 þegar hann var ráðinn í embætti
siglingamálastjóra. Sem slíkur gaf hann
m.a. út viðamikla reglugerð um smíði
trébáta og hún er einmitt leiðarljós
Harðar og Lilju Dísar í endurbygging-
unni á Bryndísi ÍS. Þannig má á vissan
hátt segja að Bárður, hönnuður og smið-
ur bátsins á sínum tíma, sé líka í lykil-
hlutverki í að Bryndís verður endur-
byggð eftir öllum kúnstarinnar reglum.
Bryndís ÍS-69 að veiðum í Djúpinu.