Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 01.06.2023, Blaðsíða 6

Fréttir - Eyjafréttir - 01.06.2023, Blaðsíða 6
Hvað segja börnin? Lena Hafþórsdóttir Borðar þú fisk? Nei. Bara á leik- skólanum. Hver er uppáhalds fiskurinn þinn? Bara venjulegur fiskur, líka á Sóla. Þekkir þú einhverjar fiskitegund- ir? Nei, bara hákarl. Þekkir þú einhvern sem vinnur á sjó? Já pabba minn. Hvað finnst þér skemmtilegt að gera? Leika mér, bara allskonar. Hinrik Snær Jóhannsson Borðar þú fisk? Já. Hver er uppáhalds fiskurinn þinn? Soðinn þorskur. Þekkir þú einhverjar fiskitegund- ir? Já þorsk og ýsu. Þekkir þú einhvern sem vinnur á sjó? Já pabba. Hvað finnst þér skemmtileg að gera? Leika mér úti. Brynjar Ingi Hafþórsson Borðar þú fisk? Já. Hver er uppáhalds fiskurinn þinn? Soðinn fiskur heima. Þekkir þú einhverjar fiskitegund- ir? Nei. Þekkir þú einhvern sem vinnur á sjó? Já pabbi. Hvað finnst þér skemmtilegt að gera? Gaman að leika úti. Katla Laufey Hlynsdóttir Borðar þú fisk? Já. Hver er uppáhalds fiskurinn þinn? Steiktur fiskur með sósu. Þekkir þú einhverjar fiskitegund- ir? Já. Þekkir þú einhvern sem vinnur á sjó? Nei. Hvað finnst þér skemmtilegt að gera? Leika mér úti og fara á trampólínið. Rökkvi Daðason Borðar þú fisk? Já. Hver er uppáhalds fiskurinn þinn? Allskonar fiskur. Elska steiktan fisk með kjötsósu. Þekkir þú einhverjar fiskitegund- ir? Nei. Ég hef séð lunda, hval og allskonar fiska. Þekkir þú einhvern sem vinnur á sjó? Já, afi vinnur á sjó, á Heima- ey. Afi Baltasars vinnur líka á sjó. Hvað finnst þér skemmtilegt að gera? Gefa gæsum, kindum og hestum. Ester Lóa Ágústsdóttir Borðar þú fisk? Nei, bara á Sóla. Hver er uppáhalds fiskurinn þinn? Steiktur fiskur. Þekkir þú einhverjar fiskitegund- ir? Nei. Þekkir þú einhvern sem vinnur á sjó? Já, afi Einar er sjómaður. Hvað finnst þér skemmtilegt að gera? Borða ís þegar ég er lasin með gubbupest. 6 | | 1. júní 2023

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.