Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 01.06.2023, Blaðsíða 33

Fréttir - Eyjafréttir - 01.06.2023, Blaðsíða 33
1. júní 2023 | | 33 Héðinn sendir sjómönnum og fjölskyldum þeirra kærar kveðjur í tilefni sjómannadagsins „Guðbjörg Sól, Helena og Þóra heitum við, og fengum þann heiður að halda ræðu fyrir hönd útskriftarnema í ár. Við viljum byrja á því að óska öllum sem hér sitja til hamingju með áfangann og þakka ykkur hinum kærlega fyrir að koma og gleðjast með okkur. Framhaldsskólinn í Vestmanna- eyjum er eins og lítið samfélag þar sem flestir þekkjast. Innan veggja þessa skóla höfum við þroskast, lært og notið samveru hvers annars. Það sem FÍV bíður upp á, ólíkt mörgum öðrum skól- um eru tækifærin til að rækta enn frekari tengsl og vináttu á sama tíma og við sækjum menntun. Vinátta er ómetanleg og erum við einstaklega þakklátar fyrir þessi þrjú ár. Á framhaldsskólaaldrinum breyt- ist margt í lífi hverrar manneskju, í fyrsta sinn ber maður sjálfur alla ábyrgð á eigin námi, í fyrsta sinn getur maður mætt á bíl í skólann, því fylgdi þó pínu hræðsla á að bíllinn yrði hurðaður á bíla- stæðinu, nemendur fara á fyrsta busaballið, sem var reyndar aldrei haldið fyrir okkur, þið megið giska hvers vegna. Framhaldsskólagangan okkar byrjaði með takmörkunum og eft- ir nokkrar vikur var alfarið farið í fjarkennslu. Því tóku nemendur misalvarlega. Í íslensku var kveikt á myndavélinni og passað upp á að slökkt væri á míkrafóninum meðan tími var í gangi. Svo voru tímar hjá Einari Fidda aðeins öðruvísi en þeir náðu yfirleitt ekki yfir tíu mínútur sem gaf nemend- um kost á að leggja sig aðeins fyrir næsta tíma. Sumir nemendur voru djarfari en aðrir og nýttu tækifærið í fjarkennslunni til að sýna afrakstur heimaæfinganna og mættu berir að ofan í mynd. En sem betur fer varaði þetta ástand aðeins í eina önn og hinar annirnar fengum við aðeins hefðbundnari kennslu, þó með takmörkunum og grímuskyldu inn á milli. Kennararnir stóðu fyrir sínu og héldu upp á ýmsar hefðir. Til að mynda umbreyttist skólinn heldur betur þegar Hrekkjavakan gekk í garð. Þá náðu Tinna og Margrét örugglega að bregða hverjum ein- asta nemanda. Einnig var dönsk hátíð einu sinni í nesti þar sem Einar Fidda fór á kostum og flutti lög eftir Kim Larsen. Núna förum við líklega öll í sitthvora áttina og verður mjög spennandi að sjá hvað hver og einn tekur sér fyrir hendur. Við erum ábyggilega öll sek um að hafa fundist skólinn á tímabilum leiðinlegur, metnaðurinn hefur verið af skornum skammti og við beðið óþolinmóð eftir þessum degi. Samt er einhvern veginn svo sárt að þetta sé búið og nú sé tími til að kveðja þennan skóla. En við tökum það sem við höfum lært, hvort sem það er úr bókunum eða um lífið sjálft og mætum verkefn- unum sem bíða okkar. Að lokum langar okkur að segja: Dagurinn er í dag, njótum lífsins og til hamingju við,“ sögðu þær að lokum. Kveðja frá útskriftarnemum: Dagurinn er í dag og njótum lífsins Þóra, Guðbjörg og Helena fluttu kveðju nemenda.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.