Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 01.06.2023, Blaðsíða 30

Fréttir - Eyjafréttir - 01.06.2023, Blaðsíða 30
30 | | 1. júní 2023 Fannar Freyr Bjarnason, háseti á uppsjáv- arskipinu Sigurði VE hefur síðustu ár tekið myndir og borð og notar til þess nýjustu tækni. Hann lánaði okkur nokkrar myndir sem hann tók á loðnuvertíðinni í vetur. „Ég byrjaði sem háseti á Sigurði 2017 en var áður hjá Ísfélaginu á Guðmundi VE í ellefu ár,“ segir Fannar Freyr. „Ég byrjaði að taka myndir fyrir fjórum til fimm árum. Er með ágæta Canon vél og öflugan dróna sem ég nota við myndatökurnar. Það getur verið flókið að taka myndir með dróna úti á sjó og ómögulegt nema í mjög góðu veðri og sléttum sjó. Það er ekki hægt að lenda drónanum um borð og er maður annað hvort frammi á stefni eða aftur á gálga að stýra honum. Með lífið í lúkunum því eina ráðið er að stýra drónanum sem næst manni, slökkva á öllum nemum og grípa hann. Annars endar hann í sjónum eða brotlendir um borð,“ segir Fannar. En útkoman er góð og myndirnar sýna vel það sem fram fer á miðunum þegar nót er kastað og hún dregin um borð. Á myndunum eru Sigurður VE og Ísleifur VE Kíkt í myndasafnið hans Fannars Freys

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.