Fréttir - Eyjafréttir - 01.06.2023, Blaðsíða 17
1. júní 2023 | | 17
Marsibil Sara Pálmadóttir er gift
Jens Kristni Elíassyni. Saman eiga
þau tvö börn, Elías Vigfús fæddan
2012 og Steinunni Evu sem var
fædd og látin 2016.
Þegar Marsibil og Jens kynntust
var Jens í Vélskólanum og útskrif-
aðist árið 2015 og fékk í kjölfarið
vinnu á Gullbergi VE og fluttu þau
saman heim til Eyja. Fram að því
hafði Jens tekið túra yfir sumartí-
mann með náminu á hinum ýmsu
skipum. Prufaði að vera vélstjóri í
bæði hvalaskoðun og á hvalveið-
um. Þegar Gullbergið var selt frá
Eyjum var hann færður á Sindra
VE. Loks fékk hann vinnu á Ísleifi
VE og var þar fram í apríl 2022.
Í dag starfar Jens sem vélstjóri á
Herjólfi og hefur verið þar síðan í
apríl 2022.
Marsibil segir það hafa verið
erfitt í upphafi að flytja til Eyja.
„Mér gekk illa að kynnast fólki
og fannst ég einangruð, ein heima
með lítinn peyja. Ég sá alltaf um
heimili og barn á meðan Jens var á
sjó. Hann vann mikið því í lengri
tíma var hann eini vélstjórinn,
bæði á Gullberginu og Sindranum,
sem var búsettur í Eyjum. Því var
hann alltaf tilbúinn ef eitthvað kom
uppá. Við fórum ekki norður í frí
öðruvísi en að síminn hans hringdi
nokkrum sinnum. En þegar hann
var í landi og í fríi þá var hann
mjög duglegur að hugsa um barn
og heimili.“ segir Marsibil.
Gaman þegar hann
kemur í land
Marsibil fór aðeins yfir hvernig
það er annars vegar að eiga mann
sem vélstjóra á fiskiskipi yfir í að
eiga mann sem vinnur á farþega-
skipi. „Þegar Jens var á fiskiskipi
var hann mikið frá heimilinu.
Hann vann mjög óútreiknanlega
tíma og fyrirvari stuttur að fara á
sjó. Það hentar mér illa að hafa
lítinn fyrirvara á hlutum, hvort
sem er í leik eða starfi.”
“Jens er líka vélstjóri og þú getur
spurt hvaða vélstjórafrú sem er,
sem á mann á fiskiskipi, hvort hún
hafi ekki fengið spurningu um það
hvar maðurinn sé því skipið sé
löngu komið inn. Vélstjórar hafa
nefnilega frekar langa viðveru.
Þurfa alltaf að vera yfir löndun
og svo þarf alltaf einhver að vera
á vaktinni ef skipið fer að halla
eða eitthvað kemur uppá. Það
jákvæða við að vera gift sjómanni
á fiskiskipi er að það eru oftast
mjög góð laun og svo er bara svo
ótrúlega gaman þegar hann kemur
heim.“
Í dag er Jens á Herjólfi og
er heima allar nætur. Þau vita
hvenær hann á að vera í vinnu og
hvenær ekki út árið. Það er vak-
taplan og það hentar mjög vel upp
á skipulag fyrir ferðalög og annað
slíkt. „Hann er líka alltaf með
heitasta skúbbið. Verst finnst mér
að tilheyra ekki áhöfn á fiskiskipi
yfir sjómannadagshelgina. Það
er alltaf jafn gaman að fara í sitt
fínasta púss og hitta áhafnirnar og
maka þeirra.“
Marsibil segir að á hverju
tímabili sem Jens hefur verið á
sjó megi alltaf grípa í eitthvað
jákvætt. Hann byrjaði á sjó með
pabba sínum eins og svo margir
aðrir sjómenn. Það jákvæða við
sjómennskuna í þeirra tilfellum er
hversu frábæra vinnufélaga hann
hefur átt í gegnum árin. „Það er
alltaf gott að vita til þess að þeir
sem vinna lengi að heiman séu
sáttir í vinnunni. Þeir eru pínu
eins og fjölskylda á sjó og geta
treyst hver öðrum bæði á sjó og
landi. Það er auðveldara að horfa
á eftir manninum sínum fara á sjó
ef hann er ánægður,“ segir Marsi-
bil að lokum.
Sendum sjómönnum
og fjölskyldum bestu kveðjur
á sjómannadaginn
Sendum sjómönnum
og fjölskyldum bestu kveðjur
á sjómannadaginn
DÍANA ÓLAFSDÓTTIR
diana@eyjafrett ir. is
Marsibil Sara, Elías Vigfús og Jens Kristinn.
Alltaf hægt að grípa í eitthvað jákvætt
Mikið úrval af handverkfærum