Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 01.06.2023, Blaðsíða 16

Fréttir - Eyjafréttir - 01.06.2023, Blaðsíða 16
16 | | 1. júní 2023 Erla Signý Sigurðardóttir og Gylfi Frímannsson kynntust í Vest- mannaeyjum þegar Gylfi kom til að leysa af á sjó. Hér er hann enn tólf árum seinna og er vélstjóri á Ísleifi. Saman eiga þau dæturnar Ísey Hrefnu á níunda aldursári og Önnu Guðný á sjöunda aldursári. Ísleifur er uppsjávarskip og koma úthöldin í törnum. Stundum er hann lengi á sjó í einu og þess á milli er hann mikið í landi. Þar sem Gylfi er vélstjóri þarf hann að sinna verkefnum um borð alla daga þótt skipið sé í landi. Erla Signý segir það krefjandi að vera sjómannsfrú, en líka lærdómsríkt og þroskandi. „Þegar Gylfi er á sjó geng ég í öll verk og hefur kennt mér margt. Gert mig mun sjálfstæðari en ég ímynda mér að ég væri annars. Það eru alltaf viðbrigði þegar hann fer á sjó eftir langan tíma í landi en það venst fljótt,“ segir Erla Signý sem fannst sá tími mun erfiðari þegar dætur þeirra voru yngri og heimilisaðstæður meira krefjandi. Segir hún að sjó- mennskunni fylgi oft mikil óvssia sem getur verið þreytandi þar sem erfitt getur reynst að plana fram í tímann. „Við vorum til dæmis einu sinni í Herjólfi á leið í frí þegar Gylfi fékk símtal um að hann væri skyndilega að fara á sjó, svo hann snéri við aftur heim. Við látum það samt sem áður ekki stoppa okkur. Ég er dugleg að fara með stelpurnar í frí yfir sumartímann sem getur verið annasamur tími á sjónum. Erfiðast er þegar Gylfi missir af stórum áföngum hjá stelpunum eins og afmælunum þeirra, íþróttamót- um, sýningum og fleira. Það hafa komið tímabil þar sem það hefur verið mjög erfitt fyrir þær að eiga sjómannspabba sem er stundum lengi í burtu. Ég þekki þá tilfinn- ingu sjálf þar sem pabbi minn er sjómaður og var mikið í burtu þegar ég var lítil. Guðni bróðir minn er líka sjómaður svo við konurnar og börnin í fjölskyldunni erum orðin nokkuð vön sjómanns- lífinu“, segir Erla Signý að loku Þórdís Gyða Magnúsdóttir er gift Baldvini Þór Sigurbjörnssyni. Dætur þeirra hjóna eru Anna Rakel níu ára, Sigrún Arna að verða sjö ára og Selma Björk sem er á öðru ári. Þórdís og Baldvin kynnast árið 2009 þegar Baldvin var að klára smiðjuna. Á þeim tíma var hann ekki á sjó en fór aftur á sjó ári seinna. Þórdís hefur því verið sjómanns- frú frá árinu 2010. Hún segir það að sjálfsögðu mun hvort Baldvin sé í landi eða ekki. Ef eitthvað kemur uppá og hann kemur strax, fá hann heim á kvöldin og hoppa í frí eftir hentisemi. Í dag er Baldivn á Sigurði VE. Hún segir þau heppin að Baldvin vinni á vertíðum og sé því heima frá sirka miðjum maí til júlí og þau fjölskyldan nái oft að fara í gott frí saman þá. Þórdís segi að þegar Baldvin fer á sjó fari ósjálfrátt skipulag í gang. „Við látum þetta allt ganga upp, annað er ekki hægt. Við eigum gott fólk í kringum okkur sem hjálpar þegar þarf.” „Gleðilega sjómannahelgi sjó- mannskonur, menn og börn. Stórt klapp fyrir okkur öllum,“ segir Þórdís að lokum. Krefjandi en lærdómsríkt Líf sjómannskvenna með þeirra eigin augum: Gylfi, Anna Guðný, Erla Signý og Ísey Hrefna. Anna Rakel, Selma Björk, Þórdís Gyða, Baldvin og Sigrún Arna. Stórt klapp fyrir okkur öllum

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.