Fréttir - Eyjafréttir - 01.06.2023, Blaðsíða 4
4 | | 1. júní 2023
„Þetta byrjaði í galsa á landstím-
inu, okkur langaði að gera
eitthvað og hugmyndin um að
taka myndir varð til. Þá var alvara
komin í spilið og við fórum að
tala um krabbamein. Öll þekkj-
um við einhvern sem hefur sem
hefur orðið fyrir barðinu á þessum
vágesti. Þá vaknaði spurningin,
hvað getum við gert?“ segir Agnar
Hjálmarsson, vélstjóri á Dala
Rafni VE og Suðurey VE.
Já, það dugar ekki minna en tvö
skip fyrir þessa kalla sem láta
verkin tala. Dala Rafn er togskip
en þegar kemur að uppsjávarveið-
um hoppa þeir yfir á Suðurey.
„Það er kokkurinn, Sigurður
Símonarson sem er hugmynda-
smiðurinn enda málið skylt því
Sigurbjörg Kristín Óskarsdóttir,
formaður Krabbavarnar í Vest-
mannaeyjum er systir hans.
Það var drifið í hlutunum og
áður en í land var komið var búið
að taka mynd af strákunum og
þegar í land var komið létu þeir
útbúa dagatal með myndunum,
100 stykki sem þeir seldu á 5000
krónur stykkið. Auðvitað var eft-
irspurnin meiri en framboðið enda
myndarlegir drengir á Dala Rafni.
Afraksturinn, hálf milljón króna
sem þeir afhentu Krabbavörn á
ráðstefnum sem félagið hélt í
vetur.
Hér að neðan má sjá nokkrar
myndir af drengjunum, flottir eru
þeir og stæltir.
Léttklæddir sjómenn til
hjálpar Krabbavörn
Áhöfnin á Suðurey í lok loðnuvertíðar, f.v. Friðjón Jónsson, Anton Máni Sigfússon, Hlynur Sigtryggsson, Jón Viðar Óðinsson, Jóel Þór Ómarsson, Helgi Geir
Valdimarsson, Sigurður Þór Símonarsson, Pétur Andersen, Sigurður Sveinsson, Agnar Ingi Hjálmarsson, Ingi Grétarsson, Ívar Torfason og Willum Andersen.