Fréttir - Eyjafréttir - 01.06.2023, Blaðsíða 34
34 | | 1. júní 2023
Hörður Sigurgeirsson, ljós-
myndari starfaði í Eyjum frá
1950 til 1965 og liggur eftir
hann mikið safn ljósmynda
sem Friðrik sonur hans hefur
haldið utan um. Hörður rak
hér ljósmyndastofu auk þess
að taka myndir af mannlífi í
Vestmannaeyjum. Hafði það
sem reglu að klára filmuna.
Friðrik lánaði nokkrar myndir
sem tengjast sjóamannadeg-
inum í Vestmannaeyjum á
þessum árum. Flestar teknar
í kringum 1960. Áki Heinz fór
yfir myndirnar og eru mynda-
textarnir með nöfnum hans.
Forsíðumyndina tók Hörður
af skrúðgöngu á sjómanna-
daginn í kringum 1960.
Gullkorn úr safni Harðar ljósmyndara
Koddaslagur þar sem Friðrik Ásmundsson og Sveinn Tómasson áttust við.
Friðrik hafði betur og Friðrik Jesson fylgdist með.
Áki giskar á að á myndinni séu Þórarinn Sigurðsson (Doddi á Hallormsstað)
fremstur og næst honum Grétar Skaftason, Hermann Pálsson og Hafstein
Stefánsson.
F.v. Bergsteinn Jónasson Múla, Jóhanna Eygló Einarsdóttir, Jónas Sigurðsson
Skuld, Björn Kristjánsson, Ingvar Gunnlaugsson, Sigurjón Ingvarsson og Axel
Vigfússon.
Keppt í boltaleik í sjóstökkum á Stakkó á sjómannadaginn 1962.
F.v. Gústaf Sigurlásson Reynistað, óþekktur, Hafsteinn Már Sigurðsson,
Sigurjón Jónsson Mandal, Björn Bergmundsson stýrimaður, Nýborg, Sigurjón
Ingvars Jónasson Skuld og Óskar Þórarinsson Háeyri.
Róðrarsveit austurbæjar. F.v. Einar Marvin Ólason Hólmgarði, Þorgeir Sturla
Jósepsson, Kristinn Sigurðsson stýrimaður frá Skjaldbreið að baki, Helgi Frið-
geirsson Kalmanstjörn, Þorgeir Guðmundsson Háagarði, Karl Ellert Karlsson
Reykholti og óþekktur. Hægra megin bakatil finnst mér ég greina Skæring
Georgsson, Jóhann Hjartarson og Eggert Brandsson.