Fréttir - Eyjafréttir - 01.06.2023, Blaðsíða 2
Útgefandi: Eyjasýn ehf. - kt. 480278-0549
Ægissgötu 2 - 900 Vestmannaeyjum.
Ritstjórn og ábyrgð: Ómar Garðarsson og Sindri
Ólafsson - omar@eyjafrettir.is - sindri@eyjafrettir.is.
Umbrot: Leturstofa Vestmannaeyjum ehf.
Ljósmyndir: Blaðamenn Eyjafrétta.
Prentun: Stafræna Prentsmiðjan ehf.
Sími: 481 1300
Netfang: frettir@eyjafrettir.is.
Auglýsingar: auglysingar@eyjafrettir.is
Veffang: www.eyjafrettir.is
EYJAFRÉTTIR er áskriftarblað.
Eftirprentun, hljóðritun, notkun ljósmynda og
annað er óheimilt nema heimilda sé getið.
Um 200 nemendur voru skráð-
ir í Framhaldsskólann á vor-
önn á 11 mismunandi brautum
og um 80 áfangar voru í boði.
Áhersla á fjölgun nema hefur
skilað sér, voru iðnnemar
tæplega helmingur nemenda.
Miðað við núverandi umsókn-
ir þá verður skiptingin með
svipuðum hætti í haust. Þetta
kom fram í yfirliti yfir starfið á
önninni sem Gunnar Friðfinns-
son, kennari flutti.
„Okkar markmið er ávallt að vera
einn af bestu skólum landsins
og að okkar mati erum við það á
ýmsum sviðum. Fyrrum nem-
endum skólans er í sínu fram-
haldsnámi hrósað fyrir vönduð
vinnubrögð, samskiptahæfni og
breiða kunnáttu. Af því erum við
mjög stolt,“ sagði Gunnar. „Við
gerum okkur grein fyrir því að
skóli er ekki húsnæði. Skóli er sú
vinna og samstarf sem fram fer
hjá nemendum og kennurum. Af-
raksturinn er sú verðmætaaukning
sem myndast hefur hjá nemendum
á námstímanum. FÍV er lærdóms-
samfélag í stöðugri þróun og við
erum ávallt að leita nýrra leiða
til þess geta undirbúið nemendur
okkar sem best til framtíðar, bæði
í námi og starfi. Jafnvel í lífinu
sjálfu.“
Nemendur á ferð og flugi
Gunnar kom inn á ýmsa þætti í
starfinu eins og áframhaldandi
samstarf var á milli skólans og
ÍBV með akademíu í knattspyrnu
og handknattleik með þátttöku 20
nemenda. Skólinn er þátttakandi í
Erasmus verkefninu og fóru fjórir
nemendur til Finnlands. Verkefnið
fjallaði um hæfnikröfur 21. aldar-
innar og var í þessari ferð lögð
sérstök áhersla á nýsköpun.
Í apríl fóru aðrir fjórir nemendur
í Erasmus verkefni til Zevenaar
í Hollandi. „Viðfangsefnið var
andleg og líkamleg heilsa og má
segja að þessi ferð hafi tekist
frábærlega í alla staði, enda eru
Hollendingar höfðingjar heim að
sækja. Nemendur voru til fyrir-
myndar og kennararnir líka. Þetta
var lokakaflinn í þessu þriggja ára
verkefni og hefur tekist einkar vel
til. Nemendur hafa aflað sér nýrr-
ar þekkingar, öðlast meiri víðsýni,
eignast nýja vini og í mörgum
tilfellum hafa þeir gert sér betur
grein fyrir því hversu gott við
höfum það hér á Íslandi.“
Í maí fóru 13 nemendur til
Krakow í Póllandi og var ferðin
var hluti af námsmati í söguáfanga
við skólann. Frumkvæðið kom frá
nemendum sem söfnuðu þau fyrir
ferðinni sjálf. „Þau heimsóttu
meðal annars útrýmingarbúðir
og nemendur skipulögðu sjálf
skoðanaferðir um svæðið og voru
þar persónulega í hlutverki leið-
sögumanna. Frábært framtak í alla
staði,“ sagði Gunnar.
UNESCO og árshátíð
FÍV er UNESCO skóli. Þann 23.
janúar var haldinn UNESCO dag-
ur í skólanum og í vor heimsóttin
Guðni Th. Jóhannesson, forseti
í heimsókna ávarpaði nemendur
og starfsfólk. „Þann 16. febrúar
hlotnaðist skólanum sá heiður að
vera valin stofnun ársins. Að mínu
mati endurspeglar þessi viður-
kenning vel þann anda í kringum
allt það góða og öfluga fólk sem
starfar við skólann. Persónulega
er ég gríðarlega stoltur af því að
vera hluti af þessari heild,“ sagði
Gunnar.
Árshátíð FÍV var haldin 16.
mars og var hún stórglæsileg. Á
Íslandsmóti iðn- og verkgreina
í Laugardalshöll keppti Tinna
Mjöll Guðmundsdóttir í málm-
suðu ásamt öðrum framúrskarandi
nemendum á því sviði. Árangur
Tinnu Mjallar í keppninni var
mjög góður og á hún framtíðina
fyrir sér á þessum vettvangi.
Nemendur í nýsköpunaráfanga
tóku þátt í keppninni Ungir
frumkvöðlar. Gunnar nefndi þrjá
nemendur sem geta státað af 100
prósent mætingu. Þeir eru Bogi
Matt Harðarson, Hrafnhildur
Ýr Steinsdóttir og Ingunn Anna
Jónsdóttir.
Gunnar ávarpaði næst út-
skriftarnema og sagði þau hafa
lært seiglu, samstöðu, umburðar-
lyndi og sjálfstæði meðfram námi.
Og þau geti litið stolt til baka.
„Nú er komið að leiðarlokum.
Þið hafið staðist kröfurnar og við
tekur nýr tími í ykkar lífi. Í dag
lýk ég tuttugasta ári mínu sem
kennari við skólann. Hvort sem
þið trúið því eða ekki, þá hef ég
hlakkað til þess á hverjum morgni
að hitta nemendur eins og ykkur
og fylgjast með ykkur þroskast,
eflast og vinna að því að verða
fullorðin. Mig langar að þakka
ykkur innilega fyrir þessar sam-
verustundir.“
Nánar á bls. 32 og 33,,
Yfirlit vorannar 2023 200 nemendur 11 brautir:
FÍV er lærdómssamfélag
í stöðugri þróun
21 nemandi af 22 sem útskrifuðust á laugardaginn frá
Framhaldsskólanum í Vestmannaeyjum