Gripla - 2023, Blaðsíða 138
136 GRIPLA
– – –. “Forming Bonds with Followers in Medieval Iceland: The Cases of Thordr
kakali and Thorgils skarði.” Kim Esmark, Lars Hermanson, and Hans Jacob
Orning, eds. Nordic Elites in Transformation, c. 1050‒1250, vol. 2: Social
Networks. Routledge Research in Medieval Studies. Routledge: New York,
2020, 237‒51.
West, Charles. Reframing the Feudal Revolution: Political and Social Transformation
Between Marne and Moselle, c. 800‒c. 1100. Cambridge: Cambridge University
Press, 2013.
Zmora, Hillay. The Feud in Early Modern Germany. Cambridge: Cambridge
University Press, 2015.
Á G R I P
Slímusetur í forníslenskum lögum og evrópsku samhengi
Efnisorð: slímusetur, veizlur, norræn og evrópsk miðaldalög, vaxandi ríkisvald
Ísland fékk ný lög af hendi konungs 1271, Járnsíðu. Meðal nýmæla í þeim var bann
við því að óvelkomnir og yfirgangssamir gestir sætu slímusetri í veislum annarra.
Sams konar lagagreinar standa í norskum Landslögum Magnúsar lagabætis (1274)
og Jónsbók (1281).
Til þess að skilja nývaknaðan áhuga konungs á því að girða fyrir slímusetur
er nauðsynlegt að setja hann í samhengi við bæði staðbundnar lagaumbætur
og evrópskt tungutak valds. Ýmsir hlutir sem áður höfðu staðið utan valdsviðs
konungs voru nú beygðir undir það. Í greininni færi ég rök fyrir því að lög
sem settu yfirgangsmönnum stólinn fyrir dyrnar og lögðu bann við því að þeir
þröngvuðu sér upp á aðra með kröfu um formlegan viðurgerning (veislu) beri
að skilja í evrópsku samhengi og með samanburði við sambærilega lagasetningu
annars staðar í Evrópu á hámiðöldum. Þetta tvennt, staðbundið og evrópskt
samhengi, er þó að endingu tvö sjónarhorn á sama fyrirbærið, gagnleg til
þess að draga fram hið sérstaka og samhengisbundna gagnvart hinu almenna.
Lagaumbætur í Noregsveldi á síðari hluta þrettándu aldar voru fyrst og fremst
tilbrigði við evrópskt stef sem ómaði hátt og snjallt á hámiðöldum og var leiðarstef
í víðtækari samfélagsbyltingu álfunnar, vexti og viðgangi ríkisvalds.
Innleiðing laga gegn slímusetri, fyrst í Járnsíðu og síðan Jónsbók, var ekki
viðbragð við staðbundinni valdamenningu á Íslandi. Þvert á móti var hún til merkis
um að Ísland væri orðið hluti af nýrri og annars konar valdaheild, Noregsveldi. Lög
gegn slímusetri áttu mun betur við norska valdamenningu. Framar öllu voru þau,
og önnur sambærileg ákvæði á Norðurlöndum, endurómur frá Evrópu, þar sem
konungar og aðrir furstar gengu sífellt lengra við stjórn og ögun valdasvæða sinna
í hlutverki löggjafa, æðsta dómara og verndara almannafriðar og -reglu.