Gripla - 2023, Page 316
314 GRIPLA
V I Ð A U K I
S É R A G U Ð M U N D U R E R L E N D S S O N Í F E L L I
N O K K R A R F R É T T A B A L L Ö Ð U R
Hér eru gefnar út þrjár fréttaballöður eftir séra Guðmund Erlendsson, ein um jarð-
skjálfta á Ítalíu 1627, tvær um aftöku Karls I. Englandskonungs 1649 og kvæðisauki
sem er grafskrift Karls konungs. Í öllum tilvikum eru uppskriftir handritsins JS 232
4to lagðar til grundvallar útgáfunni en lesbrigði úr Lbs 1055 4to gefin aftast. Bæði hand-
ritin geyma stórt safn kvæða eftir skáldið sem hann kallaði Gígju. Hið fyrrnefnda er
skrifað af syni hans Skúla Guðmundssyni árið 1688. Hið síðara er skrifað af Markúsi
Eyjólfssyni árið 1787 eftir eftirriti Jóns Ólafssonar á Lambavatni frá árunum 1692–1694
en hann mun hafa skrifað eftir eiginhandarriti skáldsins eftir því sem fram kemur á
titilsíðu. Lengra kvæðið um aftöku Karls I. er einnig í handritinu Lbs 1529 4to sem var
m.a. skrifað af Halli Guðmundssyni, öðrum syni skáldsins, og að öllum líkindum er
sumt með hendi Guðmundar sjálfs.47 Tekin verða lesbrigði úr þessu handriti. Kvæðin
eru til uppskrifuð í fleiri handritum en ekki verður tekið tillit til þeirra í útgáfunni.
Kvæðin eru gefin út stafrétt en leyst úr böndum með skáletri. Stafurinn æ er að jafnaði
með tvípunkti () í aðalhandriti en hér skrifað æ. Til hliðar eru kvæðin prentuð með
nútímastafsetningu og greinarmerkjasetningu útgefanda.
*
U M J A R Ð S K J Á L F T A Á Í T A L Í U 1 6 2 7
Ein saungvijsa wr þÿsku, vmm þann Hrædelega Jardskiälfta, sem skiedi j Vallannde
1627, med ødrum fleyrumm störteiknumm, sem þar säust og heÿrdust, so þar
vmmturnudust 5 Borgir, sem so Nefndust, S: Paulo, S: Severö, Cassel Mäiore, Cassel
Minöre, og Corporinö. Tön. Huør hialpast vill j heimsinns kuøl.48
Ein söngvísa úr þýsku um þann hræðilega jarðskjálfta sem skeði í Vallandi 1627, með
öðrum fleirum stórteiknum sem þar sáust og heyrðust, svo þar umturnuðust fimm
borgir sem svo nefndust: St. Paulo, St. Severo, Cassel Maiore, Cassel Minore og
Corporino. Tón: Hvör hjálpast vill í heimsins kvöl.
47 Katelin Marit Parsons sýndi fram á það í doktorsritgerð sinni, Songs for the End of the
World, að handritið varðveiti brot úr Gígju, kvæðabók séra Guðmundar.
48 Skrifað eftir JS 232 4to, bl. 52v–53v (tölusetning í handriti 41v–42v). Tölusetningar blaða
miðast við myndir á www.handrit.is.