Gripla - 2023, Blaðsíða 281
HÁ A-ÞÓRA OG ÞORGERÐ UR HÖLGABRÚÐ UR 279
Hér kemur fram eitt einkenni Háu-Þóru – hún hefur áberandi höfuð-
búnað. Einnig er athyglisvert að sjá að Háa-Þóra sé hér nefnd beint á eftir
Ása-Þór og gæti það bent til að fyrir skáldinu hafi hún átt eitthvað skylt
við heiðin goð.
Greinarbesta heimildin um Háu-Þóruleik er ritgerðin „Niðurraðan og
undirvísan hvurninn gleði og dansleikir voru tíðkaðir og um hönd hafðir í
fyrri tíð“. Ekki er kunnugt um höfund þessarar ritgerðar eða aldur hennar
en Jón Samsonarson getur þess til að hún sé frá síðari hluta 18. aldar.4 Víst
er að hér er fjallað um vikivakaleiki af mikilli þekkingu og hefur öll frá-
sögnin á sér það yfirbragð að höfundur hafi sjálfur tekið þátt í þeim. Um
Háu-Þóruleik segir þetta í Niðurraðan:
Einn gleðileik hef eg eftirskilið sem ekki er samkynja við hina
leikina. Hann er brúkaður í staðinn þingálps, þá það er ei fyrir
hendi, og heitir Háa-Þóra. Hann er með soddan móti tilbúinn, að
það er tekinn staur tveggja álna langur, so sem rekutindur að gild-
leika. Hönum er skautað, og yfir um hann er vafið með trafi, og lafir
langt skott niður, því staur er látinn yfir hinn staurinn og bundinn
fast við. Þar er og hengt á stórt lyklakerfi. Síðan er bundið um
kragann á kvenhempu, og fer þar maður undir. Svunta er höfð að
framan og málindakoffur yfirdregið, og þegar goðið er so tilfansað,
fer maður undir hempuna, heldur um staurinn og pikkar í hallinn
eða gólfið. Þá hann kemur í dyrnar, leggur hann staurinn hæversk-
lega flatan og læðist milli fóta flestra þeirra er kring standa svo hægt
sem hann getur, en úr þessu raknar hann við og springur um allt
húsið svo langt sem staurinn nær upp í rafta, hristir og hringlar, so
bæði brjálast og brotnar lyklar og listar. Skjaldmeyjar leika henni til
beggja hliða. Þær láta öllum látum illum. Háa-Þóra þeytir sér upp
á palla, gjörir þar óskunda so liggur við meiðsli. Ekki gefur hún
heldur frían dansmanninn. Hann hefur nóg að verja andlitið fyrir
hennar drætti og slætti, en þegar hún sefast, snáfar hún út og stingur
öllum reiðanum aftur á milli fóta sér umsnúnum og sundurflakandi.
fleiri vísur en ekki kemur fram hvaða heimildum útgefandinn fór eftir. Vísan er greinilega
upphafleg í kvæðinu frekar en síðari viðbót enda er hún í öllum handritum sem ég hef
kannað. Auk Thott 489 8vo IV eru þau JS 42 4to (bl. 130r), JS 582 4to (bl. 79v), JS 209 8vo
(bl. 2r), Lbs 1070 8vo (bls. 173) og Rask 39 (bls. 68), öll frá 18. öld.
4 Jón Samsonarson 1964, bls. lii.