Gripla - 2023, Side 300
298 GRIPLA
Hvað er fréttaballaða?
„Fréttaballöður“ eru kvæði um samtímaatburði og/eða samtímamenn
skáldanna sem prentuð voru á einblöðunga eða tvíblöðunga og seld af
götusölum eða flutt/sungin á torgum og strætum bæja og borga í Evrópu.
Prentið var ódýrt og afar vinsælt á meðal almennings. Á ensku er talað
um „broadside ballads“ en á Norðurlöndum tíðkast að tala um „skillings-
trykk“ sem vísar til þess að um ódýrt prent var að ræða. „Skillingstrykk“
eða „skillingsviser“ á reyndar við fleiri kvæðagreinar en fréttaballöður, til
dæmis ástarsögur, drykkjuvísur og sjóhrakninga svo nokkuð sé nefnt.14 Þá
má segja að fréttaballöður séu undirgrein „skillingsvísna“.15 Sjónir fræði-
manna hafa í auknum mæli beinst að þessari dægurmenningu hin síðustu
ár, einkum í hinum enskumælandi heimi og á Norðurlöndum. Þannig er
tímaritið ARV Nordic Yearbook of Folklore tileinkað rannsóknum á þessum
menningararfi árið 2018. Á Íslandi er ekki um slíkt prent að ræða enda var
einu prentsmiðju landsins á sautjándu öld stjórnað af kirkjunnar mönnum
sem hafa vafalaust ekki litið hinar grótesku lýsingar og hinn alþýðlega bók-
menntahátt (e. mode) ballaða jákvæðum augum.
Í grein sinni „Singing the News in the Eighteenth Century“ setur Siv
Göril Brandtzæg fram þessa skilgreiningu á fréttaballöðum:
A news ballad in a Scandinavian context can be defined as a literary
text that reports, mediates, comments upon or moralizes about
particular incident, whether it be an accident, a crime, an election, a
war, and so forth. The news reported could be of a domestic, local,
regional, national or international kind. […] In the strictest sense,
a news ballad gives an exact date and place of the incident in the
enskri þýðingu í: Þórunn Sigurðardóttir og Þorsteinn Helgason, „Singing the News in
Seventeenth-Century Iceland,“ 330−336.
14 Sjá til dæmis gagnagrunn um norskar „skillingsviser,“ Skillingsvisene 1550−1950. Den
forsømte kulturarven: https://skillingsviser.no/skillingsvisene/. — Hér má nefna að séra
Guðmundur Erlendsson orti tvö kvæði um sjóhrakninga. Annað kvæðið var prentað árið
1923 undir titlinum „Grímseyjarvísur,“ í bók með siglingakvæðum frá fyrri tíð (Hafræna.
Sjávarljóð og siglinga, safnað hefir Guðm. Finnbogason (Reykjavík: Bókaverzlun Sigfúsar
Eymundssonar, 1923), 35‒38). Bókin var prentuð aftur í endurskoðaðri útgáfu Finnboga
Guðmundssonar (Reykjavík: Skjaldborg, 1997).
15 Siv Gøril Brandtzæg, „Singing the News in the Eighteenth Century,“ Arv. Nordic Yearbook
of Folklore 74 (2018): 21.