Gripla - 2023, Blaðsíða 301
299RÆ NINGJARÍ MUR SÉ RA GUÐMUNDAR ERLENDSSONAR
title page and/or in the text itself, emphasizing both temporal and
spatial specificity.16
Ástralski bókmenntafræðingurinn Una McIlvenna hefur skrifað allmikið
um enskar fréttaballöður. Í grein sinni um ballöðu sem ort var um elds-
voðann mikla í London árið 1666 heldur hún því fram að það sé einkum
þrennt sem þurfi að hafa í huga varðandi þessa tilteknu ballöðu: Í fyrsta
lagi eru fjölmargar staðreyndir um brunann settar fram í kvæðinu. Í öðru
lagi eru áheyrendur hvattir til að iðrast til þess að komast hjá enn verra
hlutskipti og í þriðja lagi er ballaðan afþreyingarefni til að syngja, segir
hún.17 Það er að segja, innihald fréttaballöðu byggist á staðreyndum, það
hefur siðferðislegan boðskap fram að færa og það býður upp á dægra-
styttingu. Hér má bæta því við að efni og tilefni fréttaballaða er að jafnaði
nýliðinn hörmulegur atburður.
Fræðimenn eru ekki öldungis sammála um meginmarkmið frétta-
ballöðunnar eða eins og Angela McShane Jones orðar það: „[…] the ballad
functioned primarily as entertainment, instruction, comment, explanation
and complaint, not as a vehicle for information“18 og enn fremur segir hún:
Ballads were certainly concerned with events, political and
otherwise, and they did have information in them, but those events
were used as exemplars of wider truths or warnings of generic evils
and the information, when they had any, acted as advertisement,
reminder or support. Balladeers saw themselves as poets ― and
were critisied for their failings in that sphere by contemporaries.19
Engu að síður fjalla kvæðin um atburði sem hljóta að hafa talist fréttnæmir
þegar kvæðin voru ort og flutt, hvort sem áheyrendur höfðu heyrt af þeim
áður eða ekki. Þau fjalla alla jafna um nýliðna atburði, greina frá því hvar
16 Siv Gøril Brandtzæg, „Singing the News in the Eighteenth Century,“ 23.
17 Una McIlvenna, „Ballads of Death and Disaster: The Role of Song in Early Modern News
Transmission,“ Disaster, Death and the Emotions in the Shadow of the Apocalypse, 1400−1700,
ritstj. Jennifer Spinks, Charles Zika (London: Palgrave Macmillan, 2016), 276.
18 Angela McShane Jones, „The Gazet in Metre; or the Rhiming Newsmonger: The English
Broadside Ballad as Intelligencer,“ News and Politics in Early Modern Europe (1500−1800),
ritstj. Joop W. Koopmans (Leuven, Paris, Dudley MA: Peeters, 2005), 146.
19 Sama heimild, 144.