Stuðlaberg - 01.11.2021, Síða 14
14 STUÐLABERG 2/2021
alvörulausan kveðskap og kitla hláturs-
taugarnar. Minnt skal á snilldarkvæði sem
heitir Af trúarathöfnum manna og dýra sem
áður hefur sést á prenti og birtist nú aftur í
þessari bók. Og hér er fleira í þeim dúr. Lítum
á stutt ljóð sem ber heitið Kvöldbæn kór-
stjórans og ber undirtitilinn Umsnúningur á
þekktum sálmi:
Gefðu að kirkjukórinn minn
— Kristur minn, þess ég beiði,
læri að vanda sönginn sinn,
sitt frægðarorð út breiði.
Nú bið ég þig,
bænheyr þú mig.
Blessun það helst mun valda.
Gef þú mér grið,
lát þú mitt lið
lagi og takti halda.
Raddir daganna er afar athyglisverð bók.
Hannes yrkir vel, hvaða form sem hann notar
og hvort sem hann er á alvarlegu nótunum
eða sleppir sér í gáska og alvöruleysi. Hann
hefur full tök á þessu öllu.
Ekki varð ég utan gátta
Bókaútgáfan Sæmundur hefur sent frá sér
bókina Ennþá vakir vísnaglóð eftir Kristján
Runólfs son. Kristján var snjall
hag yrðingur og gat brugð ið fyrir
sig ýmsum bragarháttum.
Hann orti meðal annars það
sem hann kallaði krosshendu.
Þá er vísan þannig uppbyggð að
braglínurnar standa bæði langsum
og þversum, ef svo mætti að orði
komast. Skoðum dæmi:
Tendrum ljósið, lífsins vilja,
ljósið skæra vekjum dagsins,
lífsins vekjum veikan gróður,
vilja dagsins, gróður hugans.
Þessa vísu má lesa bæði lárétt og lóðrétt.
En hann yrkir fleira. Kvæðið Komið er sumar
hefst á þessu erindi:
Komið er sumar með sólríka daga,
syngjandi fugla um dali og grund,
laxa í hyljum og lömbin í haga,
léttfættan smala með glaðbeittan hund.
Ungviðið lifnar og leikur sér kátt,
lóurnar kvaka með vængjanna slátt.
Margar af lausavísum Kristjáns eru prýði-
lega gerðar:
Ekki varð ég utan gátta
eftir langa vöku í gær,
vaknaði sprækur upp úr átta
eins og ferskur sunnanblær.
Það er létt yfir kveðskap Kristjáns, hann er
ferskur í hugsun og bragurinn léttur og leik-
andi. Þessi bók hans er afar eigulegur gripur
fyrir ljóðaunnendur.
Margar furður maður sér
BF-útgáfa hefur sent frá
sér bókina Bestu gamanvís-
urnar. Nýtt safn af snjöllustu,
fyndnustu og furðulegustu
vísunum. Ritstjóri er Ragnar
Ingi Aðalsteinsson. Hér er
samankomið safn af vísum
og stuttum kvæðum sem
þjóna því hlutverki fyrst
og fremst að koma fólki í gott skap.
Bókin hefst á alllöngum inngangi þar sem
ritstjóri rekur feril skemmtiljóða meðal ís-
lenskra og byrjar á Njáls sögu þar sem vitnað
er til vísu eftir Snorra goða, síðan er gripið
niður í Sturlungu, í sögunni af brúðkaupinu
á Reykhólum sem frá segir í Þorgils sögu
og Hafliða. Þá er rætt um öfugmælavísur
Bjarna Borgfirðingaskálds og eftir það taldir
upp nokkrir helstu gamanvísnahöfundar
sögunnar. Höfundur sér ástæðu til að vekja
máls á kynjahallanum þegar þessi ærslakveð-
skapur er annars vegar.
Í bókinni kennir ýmissa grasa. Þar eru 200
vísur, fyrir utan það sem birtist í formálanum.
Skoðum nokkur dæmi. Sú fyrsta ber nafnið
Í heita pottinum og er eftir Ólaf Tryggvason: