Stuðlaberg - 01.11.2021, Blaðsíða 31

Stuðlaberg - 01.11.2021, Blaðsíða 31
STUÐLABERG 2/2021 31 um að flytja opinbera stofnun á Sauðárkrók. Einhverjar rökræður urðu í þingflokknum um hvort menn mundu flykkjast frá höfuð- borginni á Krókinn ef málið væri samþykkt. Páll Pétursson gerði þá þessa vísu í orðastað félaga síns. Eg skal segja ykkur frá, — ekki eru málin flókin — andskotinn má eiga þá sem ekki flytja á Krókinn. Mér hefur verið sagt að Jón á Akri hafi haft framsögu um nefndarálit í bundnu máli um kjörbréf varaþingmanns sem hét Sigurður. Vísan mun hafa verið svona: Á varamönnum er vaxandi trú vonirnar hafa þeir með sér. Sigurður vinur er sigurviss nú er sætið tekur að nýju hér. Það er óhætt að segja að fyrri parturinn sé orðinn klassískur og varamenn heyrðu þetta oft frá félögum sínum. Þegar Hjálmar Jónsson bættist í þing- mannahópinn jókst vísnagerð þingmanna. Hann var iðinn við að ljóða á menn, ef svo má að orði komast, og þá þurfti að svara. Allt mögulegt varð honum að yrkisefni. Má þar nefna að við vorum í allsherjarnefnd Al- þingis undir formennsku Sólveigar Péturs- dóttur. Nefndin var vel skipuð þingkonum, m.a. Guðrúnu Helgadóttur, sem lagði margt til málanna og hafði húmorinn í lagi. Sól- veig hafði þann háttinn á að kalla færustu lögfræðinga til ráðgjafar um þingmál sem voru til meðferðar í nefndinni. Þessir menn voru alvarlegir í bragði þegar þeir gengu í fundarherbergið. Guðrún sagði þegar hún sá þá koma til fundar: „Þarna koma þessir gleði- pinnar hennar Sólveigar.“ Þá varð Hjálmari að orði: Nefndin mætt til vinnu var, vakti yfir blöðum, gleðipinnar Guðrúnar gengu þá inn í röðum. Feluvísur um Fálkaorðuna Skúli Guðmundsson (1900– 1969) sat á þingi fyrir Fram- sóknarflokkinn sem þing maður Vestur-Húnvetninga 1937–1959 og Norðurlands vestra 1959–1969. Hann var atvinnumálaráðherra 1938 til 1939 og fjármálaráð- herra um tíma árið 1954.  Hér að neðan endurprentar Stuðlaberg frétt sem birtist í Akureyrarblaðinu Degi 16. nóvember 1966. Við hana þarf engu að bæta. Gamansamur þingmaður Skúli Guðmundsson alþingismaður er skáld- mæltur vel og oft gamansamur. Nýlega flutti hann á Alþingi tillögu um athugun á því að leggja Fálka- orðuna niður. Í greinargerð segir: „Hér er farið fram á það að fella niður orðuveitingar og spara útgjöldin sem til þess fara. Orðan barst frá okkar grönnum eins og fleira þarflaust tildur. Þeir eru vanir þessu, til að mynda Danir. Og sagt er að Rússar sæmi ýmsa svona skrauti. Það er hengt á vildarvini vald- hafanna í heiðursskyni. Þó að sumir þrái krossa þá munu fleiri mæla að enginn Íslendingur ætti að dýrka þannig glingur.“ Fáa mun hafa grunað við lestur þessara orða, að hér var um bundið mál að ræða sem hljóðar svo: Hér er farið fram á það að fella niður orðuveitingar og spara útgjöldin sem til þess fara. Orðan barst frá okkar grönnum eins og fleira þarflaust tildur. Þeir eru vanir þessu, til að mynda Danir. Og sagt er að Rússar sæmi ýmsa svona skrauti. Það er hengt á vildarvini valdhafanna í heiðursskyni. Þó að sumir þrái krossa þá munu fleiri mæla að enginn Íslendingur ætti að dýrka þannig glingur.

x

Stuðlaberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stuðlaberg
https://timarit.is/publication/1892

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.