Stuðlaberg - 01.11.2021, Qupperneq 19

Stuðlaberg - 01.11.2021, Qupperneq 19
STUÐLABERG 2/2021 19 Hverjir hafa verið helstu stuðningsaðilar? Menningarsjóður Sparisjóðs Siglufjarðar var mikilvægasti styrktaraðilinn fyrstu árin, síðan fór Fjallabyggð einnig að veita svolitla styrki til verkefnisins, Kiwanisklúbburinn Skjöldur hefur verið okkur hliðhollur og Menningarráð Eyþings veitti styrki til af- markaðra verkefna þegar uppbygging var komin vel á veg, en megnið af fjármagninu fyrstu árin kom frá forstöðumanni setursins. Síðustu ár hafa svo stærstu styrkirnir komið frá Uppbyggingarsjóði Norðurlands eystra en Ljóðasetrið hefur fengið ómetanlegan rekstr- arstyrk þaðan undanfarin sex ár. Þá má ekki gleyma ýmsum vildarvinum okkar sem hafa stutt við bakið á setrinu þegar gefið hefur á bátinn og „Vinum ljóðsins“ sem eru styrktar- aðilar setursins og greiða 3.000 kr. árgjald sem rennur til rekstursins. Þeir eru nú um 70 talsins og við erum alveg til í að fjölga í þeim hópi. Hvernig hefur aðsóknin verið? Ég held ég megi segja að aðsóknin hafi verið góð og reyndar meiri en margir bjuggust við. Það er aðeins opið hjá okkur í um tvo mánuði á hverju sumri, þar sem forstöðumaður sinnir kennslu á veturna, en yfir vetrartímann er tekið á móti hópum og haldnir ýmsir við- burðir. Gestafjöldi hefur verið á annað þús- und manns á ári en að meðaltali erum við að fá tuttugu til þrjátíu gesti hvern dag sem opið er. Hvenær hefur verið opið? Alla daga í sumaropnun er opið frá kl. 14 til 17 og lifandi viðburðir, þar sem íslensk ljóðlist er í brennidepli, eru á hverjum degi kl. 16, þegar einhverjir eru til að njóta. Listafólk sem hefur komið fram hjá okkur á þessum tíu árum telur um 140 manns, þar af um 50 ljóðskáld, og hafa verið haldnir vel á fjórða hundrað viðburðir hjá okkur þennan fyrsta áratug. Þessir viðburðir eru hugsaðir fyrir heimafólk til að koma sér og sínu efni á fram- færi, til að kynna listafólk þjóðarinnar fyrir íbúum og gestum Fjallabyggðar og síðast en ekki síst til að þjálfa börn og ungmenni í að koma fram. Svo má ekki gleyma því að það er frítt inn svo það er um að gera að líta inn og njóta. Hvernig gengur reksturinn? Reksturinn gengur betur með hverju ár- inu. Það var ljóst strax í upphafi að þetta yrði langhlaup og við erum mögulega komin hálfa leiðina. Megnið af vinnunni er enn unnið í sjálfboðavinnu af forstöðumanni. Við höfum náð að hressa upp á húsið, í fyrra settum við á það nýtt þak og í ár útbjuggum við svo nýtt og glæsilegt bókarými í tilefni af tíu ára afmælinu og hreinsuðum vel til á lóð- inni. Fleira er á döfinni ef allt gengur eftir, en þetta er barátta frá degi til dags og sótt er um styrki hér og þar með misjöfnum árangri eins og gengur. Hvaða viðbrögð hefur þú fengið? Viðbrögðin hafa verið ótrúlega góð og maður finnur fyrir miklu þakklæti frá inn- lendum gestum. Ljóðið hefur kannski ekki verið mjög áberandi út á við undanfarin ár en er vel geymt í þjóðarsálinni og mín upplifun er að það standi okkur nær en margir eru til- búnir að láta uppi svona opinberlega. Þegar maður spjallar við gesti geta margir þeirra vitnað í ljóðlínur, ýmsir eiga sín uppáhalds Þórarinn grípur oft í gítarinn þegar gesti ber að garði. Si gu rð u r Æ gi ss on

x

Stuðlaberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stuðlaberg
https://timarit.is/publication/1892

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.