Stuðlaberg - 01.11.2021, Blaðsíða 18
18 STUÐLABERG 2/2021
Í ár fagnar Ljóðasetrið á Siglufirði tíu ára
afmæli og af því tilefni hafði ritstjóri sam-
band við forstöðumanninn og stofnandann,
Þórarin Hannesson, sem varð við ósk hans
um að svara fáeinum spurningum.
Hvenær varð til sú hugmynd að stofna Ljóða-
setur Íslands?
Hugmyndin fæddist haustið 2008 í spjalli
hjá mér og bróður mínum, leikaranum og
Kómedíu leikhússtjóranum Elfari Loga. Þetta
haust var Logi að leikstýra hjá Leikfélagi
Siglufjarðar og dvaldi hjá okkur hjónum þær
vikur. Við hjónin höfðum átt og rekið mynd-
bandaleigu og söluturn miðsvæðis á Siglufirði,
við Túngötu, meðfram störfum við kennslu,
þrif, rækjuvinnslu og fleira sem til þarf þegar
fólk er að koma sér þaki yfir höfuðið. Nokkrum
árum fyrr höfðum við losað okkur við rekstur-
inn en enginn vildi kaupa þetta skakka hús og
sátum við því uppi með það.
Nú, einhverja góða kvöldstund þetta um-
rædda haust sátum við bræður og veltum
fyrir okkur framtíð hússins og þá fæddist
þessi snilldarhugmynd, að okkur fannst, að
stofna setur tileinkað ljóðinu og skyldi allur
íslenskur kveðskapur eiga þar skjól, hátt-
bundinn sem óbundinn. Ekkert slíkt setur
væri til. Það þótti okkur stórundarlegt miðað
við hversu stóra rullu ljóðlistin spilar í sögu
okkar og menningu. Töldum við að nokkuð
auðvelt yrði að fá fjármagn í þetta verkefni,
enda bankarnir í miklum vandræðum með
að koma öllum sínum fjármunum í lóg, að
manni fannst. En nokkrum vikum síðar sagði
forsætisráðherrann „Guð blessi Ísland“ og
þetta reyndist þá einhver misskilningur með
alla þessa peninga sem áttu að vera til.
Hugmyndin var þó ekki alveg úr lausu lofti
gripin því þremur árum áður bar ég fram til-
lögu hjá Ungmennafélaginu Glóa, sem ég hef
verið formaður í undanfarin aldarfjórðung
eða svo, að halda ljóðakvöld fyrir bæjarbúa
á Siglufirði og var henni það vel tekið að mér
var falið að framkvæma hana. Stóð félagið
fyrir nokkrum slíkum kvöldum í þrjá vetur
og þessi kvöld þróuðust síðan yfir í ljóðahátíð
sem fékk nafnið Glóð, eftir félaginu og ljóð-
inu. Var hún haldin í fyrsta sinn haustið 2007
og lifir enn, en kallast nú Haustglæður.
Hvernig gekk að koma hugmyndinni í fram-
kvæmd? Hvað var erfiðast?
Við stofnuðum áhugamannafélag um
reksturinn með sérstaka kennitölu og stjórn
og það félag tók við húsinu með áhvílandi
lánum. Var hugmyndin að félagið næði að
safna fjármagni til að borga af þeim og reka
húsið. Það gekk nú ekki sem skyldi þannig að
kennaralaunin fóru að hluta í húsið áfram.
Upphaflega stóð til að opna sumarið 2009
þegar búið væri að gera nokkrar breytingar á
húsnæðinu, safna fleiri bókum og munum til
að sýna sem og fjármagni. Þá varð óhapp sem
setti allt úr skorðum, heitavatnsrör sprakk og
heitt vatn og gufa fór um allt hús þannig að
klæðningar og innanstokksmunir soðnuðu vel.
Þetta varð til þess að fara þurfti í mun meiri
framkvæmdir en til stóð í upphafi og kostnað-
urinn varð að sjálfsögðu einnig mun meiri. En
það var ákveðið að berjast áfram, kafa dýpra í
kennaravasana, sem eru djúpir eins og allir vita,
og finna tíma, peninga og orku til að byggja
upp að nýju. En við svona áföll birtist stundum
fegurðin í því að búa í litlu og samheldnu sam-
félagi því iðnaðarmenn og Kiwanis menn á
Siglufirði buðu fram krafta sína og lögðu sitt af
mörkum við uppbygginguna.
Opnunin tafðist aftur á móti af þessum
sökum og vegna fjármagnsskorts, um tvö ár
eða svo, því ekki var opnað fyrr en sumrið
2011.
Fólk kann að meta þennan arf
Rætt við Þórarin Hannesson um Ljóðasetrið á Siglufirði