Stuðlaberg - 01.11.2021, Side 25
STUÐLABERG 2/2021 25
Loksins hefur opnast æð
Kveðið um gosið á Reykjanesskaga
Gosið, sem hófst í Geldingadölum 19. mars
2021, hefur dregið að sér athygli landsmanna,
sem vonlegt er, og hafa hagyrðingarnir ekki
látið það fara fram hjá sér. Framan af var þó
ekki álitið að þetta væri nema smágos, svona
rétt fyrir túristana. Dagbjartur Dagbjartsson
orti á fyrsta gosdegi:
Kætumst eftir Covid vos
sem komið er í vana,
einnar nætur gamangos
gleður túristana.
„Það fer víst hver að verða síðastur að
yrkja um þetta pínu gos,“ sagði Sigurlín Her-
mannsdóttir á öðrum degi gossins:
Enginn var skjálfti né elding
er frá almannavörnum kom melding,
ei lengur skal tafið
nú loks væri hafið
gos sem að kennt er við gelding.
Á þriðja gosdegi orti Friðrik Steingrímsson:
Latur gjarnan heima hangi
horfi varla á fréttirnar,
mér skilst að það sé gos í gangi,
getur einhver sagt mér hvar?
Hjörtur Benediktsson á þessa:
Bjarmi er fagur í fjallasölum
úr fjarlægð við heyrum nöfn.
Byrjað er gos í Geldingadölum
og gashætta í Þorlákshöfn.
Ingólfur Ómar Ármannsson orti:
Kvika undir kraumar skæð
kölski illa lætur.
Loksins hefur opnast æð
upp við fjallsins rætur.
Jarðfræðingar fengu eitthvað bágt í hattinn
fyrir að hafa misreiknað sig áður en gosið
hófst. Magnús Halldórsson orti og vísar í
Njáls sögu:
Sín þeir fræði sungu’í kór,
en svörin gáfu loðin.
Og þannig líka þetta fór,
að þessu reiddust goðin.
Þórarinn M. Baldursson er á sömu nótum:
Neðan vellur hraun á hraun
hulið eiturmekki.
Að goðin hafi reiðst í raun
rengir maður ekki.
K
ri
st
in
n
M
ag
nú
ss
on