Stuðlaberg - 01.11.2021, Blaðsíða 15

Stuðlaberg - 01.11.2021, Blaðsíða 15
STUÐLABERG 2/2021 15 Margar furður maður sér á mannlífs ystu jöðrum. Þeir sem áður undu sér við ástaleiki og mjaðarker, samankropnir sitja nú hér í soðinu hver af öðrum. Jóna Guðmundsdóttir yrkir um Nöldrara: Í sífelldu naggi og nuði stóð Narfi ef hann var í stuði. Loks var barinn á bar, það hans banamein var og nú böggar hann alla hjá guði. Jón Karl Einarsson á þessa. Hún ber heitið Eftir árangursríka hagræðingu í heilbrigðis- sukkinu: Rúmfjölda ráðherrann fagnaði og rövlið í lýðnum þagnaði, því laun höfðu lækkað og læknunum fækkað og líkhúsin rekin með hagnaði. Í bylgjum sveiflast bálsins möskvar Bókafélagið hefur sent frá sér bókina Á krossgötum eftir Benedikt Jóhannsson sál- fræðing. Hún skiptist í þrjá kafla, Í hamsleysi, þar sem eru óhefðbundin ljóð, Í djúpinu og Í ham. Í tveimur seinni köflunum yrkir hann hefðbundið. Þar getur að líta margt athyglis- vert. Ljóðin í miðkaflanum eru yfirleitt stutt og hnitmiðuð, oftast aðeins þrjú þriggja línu erindi samrímuð. Skoðum tvö þeirra. Það fyrra ber heitið Vitjað um: Norðurljósin net hins æðsta fanga skynjun foldarsálar. Í bylgjum sveiflast bálsins möskvar. Hrífa skreyttir himins álar. Er vitjar aflans valdið hæsta tendrast veigar töfraskálar. Hitt nefnist Tími og eilífð: Taktfast tifar tíminn sífellt þótt einnig taki óvænt sprang. Eilífðin er í augnablikum þá stundin kær þitt fyllir fang. Línulaus liggur eilífð hornrétt á tímans hamagang. Í síðasta kaflanum notar Benedikt fleiri bragarhætti en fylgir þeirri reglu að vera stuttorður og gagnorður. Á krossgötum er falleg bók, vönduð og vel unnin, full af hnitmiðuðum myndum og skemmtilega útfærðum braglínum. Hik og vafi á hugann snúa Snjáfjallasetur, í samstarfi við Sögumiðlun, hefur gefið út Minn- ingarrit um Jón Hallfreð Ingvarsson. Bókin er að uppistöðu til ljóðmæli eftir frænda hans og nafna, Jón Hallfreð Engil bertsson. Hér getur að líta löng kvæði undir þekktum lögum, tækifærisljóð af ýmsum toga, brúðkaupskvæði, afmælisljóð, jóla- og páskahugvekjur og fleira. Létt er yfir kveð- skapnum og ljóst að hér er ort í því augnamiði fyrst og fremst að koma fólki í gott skap. Höfundurinn notar ýmiss konar bragform. Skoðum tvær limrur sem bera heitið Jóla- hugvekja 2019: Tæmd er nú aðventutörnin og troðfull er skeifugörnin. Sendum gleði og frið, jólin góð eigið þið. Halli, Helga og börnin. Vandamenn kætast og vinir í vonsku og illgirni linir. Í svellkulda hvíla og svelta nú Grýla, Leppalúði og synir.

x

Stuðlaberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stuðlaberg
https://timarit.is/publication/1892

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.