Stuðlaberg - 01.11.2021, Side 24
24 STUÐLABERG 2/2021
Svar berst um hæl frá Birni Ingólfssyni:
Gleði mín sönn og sagnaverð
sú er af þessu sprottin:
„Imba er lögst í limrugerð!“
Lofaður sértu, drottinn!
Þann 27. október var sagt frá því að
dansleikur hafi verið haldinn á Dalvík á
haust dögum þar sem landsfrægur hattur Jóns
Baldvins Hannibalssonar var boðinn upp og
sleginn kaupanda fyrir furðumörg þúsund
króna. Sömuleiðis var gangverð á þeirri upp-
lifun að dansa við Bryndísi Schram giska hátt,
en Dalvíkingar greiddu fyrir með glöðu geði.
Dágott yrkisefni það. Valdimar Gunnarsson
sendi inn eftirfarandi:
Oft verður flissað að flóni
en ég flokka það varla með tjóni
þótt uppboð menn héldu
og óðara seldu
undan og ofan af Jóni.
Þann 7. nóvember sama ár sendi Þórir Jóns-
son inn vísu með þessum formála:
Hér er kveðið í tilefni viðtals í sjónvarpi við
dómsmálaráðherra um að afbrotamenn geti
unnið kauplaust í þegnskylduvinnu í stað
þess að sitja inni. Um sama leyti er verið að
semja við opinbera starfsmenn og samninga-
menn ríkis leggja fram heldur rýr tilboð um
kjarabætur, nánast rýrnun kjara vegna þess
að mjög þurfi að spara.
Bruðli gegn er vísust vörn
vaska láta á hverjum stað
tukthúslimi tyfta börn.
— Þeir taka ekkert fyrir það.
Og 31. janúar 1992 kom póstur frá Birni
Ingólfssyni:
Hvað eru menn alltaf að skamma ríkis-
stjórnina? Ég veit ekki betur en að tíðarfar hafi
verið í allan vetur margfalt betra en áður hefur
þekkst. Þetta er auðvitað engum að þakka
öðrum en ríkisstjórninni og þá fyrst og fremst
ráð herra tíðarfars og árgæsku, Halldóri Blöndal.
Af því tilefni hef ég gert eftirfarandi hallelúja-
stef honum til dýrðar:
Rómuð og fræg eru verk hans víða
til vaxandi grósku og hagsældar.
Það nýjasta, svokölluð Blöndalsblíða,
er brakandi þerrir í janúar.
Nú fáum vér ekki frost eða snjó
sem forðum tíð Steingrímur yfir oss spjó.
Leirlistinn er nú allur. Nokkur ár eru
síðan síðasta vísan fór þar inn. Árið 2015
var hann enn lifandi og það ár kom út bók
sem ber heitið Leir. Þar er að finna lungann
úr því besta af Leirlistanum. Bókin er 165
blaðsíður, vísurnar eru einhvers staðar á
milli fimm og sex hundruð og höfundarnir
fimmtíu og fjórir. Í inngangsorðum að bók-
inni segir Davíð Hjálmar Haraldsson að
félagar á Leir séu þá um eitt hundrað og
suma mánuði berist inn á vefinn allt að
fimm hundruð vísur. Alls telur hann að
tugir þúsunda vísna hafi borist listanum frá
því að hann fór af stað.
Við endum á nokkrum perlum úr bókinni.
Jón Ingvar Jónsson á þessa:
Vorar ört og himinn hér
heiður er að vonum.
Frekar hvimleitt finnst nú mér
fólkið undir honum.
Í júní 2008 gengu tveir hvítabirnir á land í
Skagafirði og varð af nokkurt hark. Hálfdán
Björnsson orti:
Björnum hlífa ætti enn
í umhverfinu hér í kringum
þó drepi naut og nokkra menn,
— nóg er til af Skagfirðingum.
Hjálmar læknir Freysteinsson orti um far-
sæla sambúð:
Óli og Bína á Ysta-Hnaus
áttu sambúð góða.
Hann var alveg heyrnarlaus,
hún var blaðurskjóða.
RIA.