Stuðlaberg - 01.11.2021, Qupperneq 32

Stuðlaberg - 01.11.2021, Qupperneq 32
32 STUÐLABERG 2/2021 Eru víða átök stíf Hagyrðingar hafa í tímans rás verið fund- vísir á athyglisverð sjónarhorn og verið ósparir á að koma þeim á framfæri. Jón Ingvar Jónsson leiðsögumaður var á hag- yrðingamóti þar sem þátttakendur voru beðnir að yrkja um tískuna, hvað hann gerði svikalaust: Alla tíð það angrar mig að ég klæðum fleygi. En tískan drepur sjálfa sig svo hún lifa megi. Ármann Þorgrímsson, ellilífeyrisþegi á Akur eyri, yrkir vísu og kallar hana Vonandi: Eru víða átök stíf ýmsir svíkja og pretta. Ég ætla að vona að annað líf sé eitthvað skárra en þetta. Eyjólfur Óskar Eyjólfsson bókagerðar- maður yrkir um einhvern heiðursmann: Lagði’ í marga frægðarför, fremstur ætíð var hann. Haltan fót og hundrað ör sem heiðursmerki bar hann. Hvað er satt og hvað er logið? Þessi spurn- ing hefur löngum raskað hugarró okkar, ekki síst á kosningaári. Vestur-Íslendingurinn Valdimar Pálsson orti: Lygin flaug um lönd og sjó, langt í burtu héðan. Sannleikurinn sat og skó sína batt á meðan. Guðmundur Arnfinnsson sakaskrárritari yrkir fallega haustvísu undir dróttkvæðum hætti: Fellur snjór til fjalla, fölna blöð og sölna, bára ólm sig bærir, brim við kletta glymur, rok um hnjúka rýkur, refur holu grefur, híma í skjóli heima halir fram til dala. Jóhannes Sigfússon, bóndi og hagyrðingur á Gunnarsstöðum, er bróðir Steingríms J., fyrrum þingmanns og ráðherra fyrir Vinstri græna. Þegar Jóhannes hóf sambúð með Einhverju sinni þurfti Hjálmar að ávarpa Sólveigu formann og notaði þá titilinn „Sól- veig allsherjar”. Þá hripaði ég þetta á minnis blað: Frómur í kirkjunni fyrr hann vann, frá henni er nú sprottinn. „Sólveig allsherjar,“ segir hann. Hann sagði það áður um drottin. Eftir því sem vísnagerðin óx á Alþingi fór að verða eftirspurn eftir þingmönnum til þess að taka þátt í hagyrðingamótum sem voru vinsæl á þessum tíma. Ég mætti nokkuð víða á hagyrðingamót, einkum þegar komið var fram á síðari hluta þess tíma sem ég sat á Alþingi. Af þeim viðburðum þykir mér minnisstæðast hagyrðingamót á Siglufirði á 80 ára afmæli bæjarins. Það var gríðarlegt fjör á gömlu Hótel Höfn, og lá vel á fólkinu, enda hásumar og staðurinn skartaði sínu fegursta á hátíðisdaginn. Ekki rekur mig minni til kveðskapar sem eftir er hafandi á þessari samkomu, en það spillti ekki stemn- ingunni. Lausavísnaþáttur

x

Stuðlaberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stuðlaberg
https://timarit.is/publication/1892

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.