Stuðlaberg - 01.11.2021, Page 33

Stuðlaberg - 01.11.2021, Page 33
STUÐLABERG 2/2021 33 Nokkrum árum síðar sammæltumst við Halldór Blöndal og Steingrímur Sigfússon um það að gefa kost á okkur öllum þremum undir stjórn Ólafs G. Einarssonar og fara eingöngu í okkar kjördæmi sem var Norð- austurkjördæmi. Við fórum á nokkra staði þessara erinda en ekki rekur mig minni til þess hverjir styrktu liðið. Þó hygg ég að Hjálmar Jónsson hafi farið einhverjar ferðir með okkur. Ég veit þó ekki til þess að fleiri slíkar grúppur hafi verið myndaðar um vísnagerð. Kveðskapar lið okkar varð raunar ekki lang- líft, enda lágu leiðir okkar fljótt sín í hverja áttina eftir að þingmennsku var hætt. Mér er heldur ekki grunlaust um að hagyrðinga- mót séu ekki eins tíð nú í skemmtana lífinu og áður var. Ég hef orðið var við að Breið- firðingafélagið heldur í þennan sið á sínum samkomum, og hef ég tekið þátt í þeim. Ég vona hins vegar að menn haldi áfram að ríma sér til skemmtunar og fara með góðar vísur. Útgáfa Stuðlabergs og viðlíka rita á ríkan þátt í því að svo verði. konu sem Fjóla heitir orti Kári Arnórsson, skólastjóri frá Húsavík: Víst er hann Jóhannes vænn og víst er hann Jóhannes klár. Var áður vinstri grænn en virðist nú Fjólublár. Í framhaldi af umræðu um kosningar og loforðaflaum er gaman að skoða vísu sem Sveinn Indriðason orti um veðrið: Á vesturlofti vísir þykjast sjá að verði býsna hvasst ef ekki lygnir. Um veðurhorfur vont er nú að spá það verður máski þurrt ef ekki rignir. Rukkararnir hafa ekki alltaf notið mikilla vinsælda. Sigurborg Björnsdóttir orti um innheimtumann:  Settu upp hattinn, hnepptu frakkann,  hafðu á þér fararsnið.  Mér finnst betra að horfa í hnakkann  heldur en sjá í andlitið.  Björn Ingólfsson fyrrum skólastjóri segir að þessi 18 ára gamla limra hafi dottið óvart inn á skjáinn. Hagyrðingar hafa löngum haft gaman af orðaleikjum: Þegar kýrnar á Útsynningsöldu komu arkandi á síðdegi köldu sagði Hyrna: „Mér gremst þegar Grána er fremst því þá gengur hún fram fyrir Skjöldu.“ Sigrún Á. Haraldsdóttir skrifstofumaður segist hafa róast með aldrinum. Það lýsir sér svona: Ekkert reyni yfir klóra, öllu tek sem fyrir ber, heima róleg hangsa og slóra, hætt að leita að sjálfri mér. Diðrik nokkur Diðriksson var á sínum tíma var mjólkurbílstjóri hjá Mjólkur - búi Flóamanna. Í þá daga notuðu menn mjólkur bílana gjarna til að komast á milli staða og einhverju sinni hafði Oddur Bene- diktsson, bóndi í Tungu í Flóa, fengið ádrátt um far á Selfoss. Af einhverjum orsökum var Diðrik fyrr á ferð en til stóð og Oddur missti af bílnum. Hann orti: Fyrir tímann fór á kreik, framdi svik og hrekki. Djöfullinn hann Diðrik sveik. Drottinn bless’ann ekki. RIA.

x

Stuðlaberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stuðlaberg
https://timarit.is/publication/1892

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.